Skip to main content

Viðburðir

Sigurðar Nordals fyrirlestur: Gerður Kristný rithöfundur: ,,Guðir og girnd"

14. september
2011
kl. 17–18

Á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals hinn 14. september gengst stofnunin fyrir svokölluðum Sigurðar Nordals fyrirlestri. Fyrirlesturinn verður haldinn í Norræna húsinu. Fyrirlesari að þessu sinni verður Gerður Kristný rithöfundur með fyrirlestur sem hún nefnir: „Guðir og girnd“.

Gerður Kristný sprettir af Blóðhófni og segir frá Skírnismálum þar sem hross fljúga, sverð syngja og kona nokkur virðist svo fögur að lófar hennar lýsa.

Gerður Kristný (Guðjónsdóttir) skrifar jöfnun höndum fyrir börn og fullorðna og hefur sent frá sér skáldsögur, ljóð og leikrit auk annars efnis. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, meðal annars fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni Litrófs í Sjónvarpinu árið 1992, Bókaverðlaun barnanna árið 2003 fyrir Mörtu Smörtu, Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 2004 fyrir skáldsöguna Bátur með segli og alltog Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir Myndina af pabba - Sögu Thelmu 2005. Árið 2007 var ljóðabókin Höggstaður tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Gerður hlaut þau síðan árið 2010 fyrir ljóðabókina Blóðhófnir, sem skáldkonan byggir á sögu nöfnu sinnar Gymisdóttur úr Skírnismálum. Unglingasaga Gerðar, Garðurinn, hlaut Vestnorrænu barnabókaverðlaunin árið 2010.

Fyrirlesturinn er í boði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

2011-09-14T17:00:00 - 2011-09-14T18:00:00