Skip to main content

Viðburðir

Sigurðar Nordals fyrirlestur

14. september
2021
kl. 17–18

Norræna húsið
Reykjavík
Ísland

Á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals 14. september gengst stofnunin fyrir svokölluðum Sigurðar Nordals fyrirlestri. Að þessu sinni mun Dagný Kristjánsdóttir prófessor emeritus flytja fyrirlestur í tilefni dagsins.

Fyrirlesturinn kallar hún Frásagnir og læknisfræði: Samstarf bókmennta og heilsugæslu.

Síðustu 30 árin hafa átt sér stað athyglisverðar umræður milli heilbrigðis- og hugvísinda um samskipti lækna og sjúklinga, um þekkingarfræði, mannskilning og framtíð heilsuvísindanna.

Fagsviðið „frásagnalæknisfræði" (narrative medicine) hefur rutt sér víða til rúms um heim allan, sömuleiðis „heilsuhugvísindi" (medical humanities) og ritlistarnámskeið (creative writing) fyrir lækna og annað heilsugæslufólk. Í Bandaríkjunum eru 55 háskóladeildir sem kenna þessi fræði en öflugastur er þó Columbíu háskóli í New York. Í Bretlandi og á öllum Norðurlöndunum eru frásagnalæknisfræði eða heilsuhugvísindi í boði í stærstu háskólunum í samvinnu hugvísinda- og læknadeilda.

Þessi fræðasvið eru býsna fjörmikil og tekist er á um markmið og leiðir innan þeirra. Fjölmargt heilsugæslufólk hefur fagnað aukinni umræðu, gagnrýni og nýjum viðhorfum en aðrir spyrja hvort hug- og læknavísindi ættu ekki bara að láta hvort annað í friði, þau séu ekki samstarfshæf af mörgum ástæðum. Birtingarmyndir þessarar umræðu eru þannig fjölbreytilegar og skoðanir margar. Í fyrirlestrinum verður reynt að gefa yfirlit yfir þetta áhugaverða svið.

 

Árnastofnun tekur þátt í verkefninu Græn skref. Vakin er athygli á kostum umhverfisvæns samgöngumáta (göngu, hjólum, rafbílum, almenningssamgöngum) í sambandi við heimsóknir á stofnunina og viðburði á hennar vegum.
2021-09-14T17:00:00 - 2021-09-14T18:00:00