Skip to main content

Viðburðir

Opnun íslensk-pólskrar veforðabókar

21. mars
2025
kl. 14–15.30

Eddu
Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík
Ísland

Föstudaginn 21. mars verður íslensk-pólsk veforðabók opnuð formlega en hún hefur verið í undirbúningi undanfarin ár. Við verkið er notaður íslenskur orðagrunnur sem er stofninn í öðrum veforðabókum Árnastofnunar. Verkefnisstjóri pólska markmálsins er Stanislaw Bartoszek og auk hans hafa unnið að orðabókinni tveir þýðendur sem hafa pólsku að móðurmáli, skólaráðgjafi í kennslu innflytjenda svo og sérfræðingur í stjórnsýslu.

Verkefnið hefur hlotið styrki frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og er það von ritstjórnarinnar að orðabókin muni nýtast sem flestum, ekki síst þeim fjölmörgu íbúum Íslands sem hafa pólsku að móðurmáli.

Aðalritstjóri orðabókarinnar er Þórdís Úlfarsdóttir og verkefnisstjóri er Halldóra Jónsdóttir

2025-03-21T14:00:00 - 2025-03-21T15:30:00