Skip to main content

Viðburðir

Ný rafræn útgáfa á Konungsbók eddukvæða

12. nóvember
2024
kl. 17–18.30

Edda
Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík
Ísland

Höfuðhandrit eddukvæðanna, GKS 2365 4to, Konungsbók, frá um 1270, er nú aðgengilegt í nýrri röð rafrænna textaútgáfna, Editiones Arnamagnæanæ Electronicæ, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafns í Kaupmannahöfn. Guðvarður Már Gunnlaugsson, Haraldur Bernharðsson og Vésteinn Ólason standa að þessari útgáfu Konungsbókar eddukvæða, en árið 2019 kom út prentuð bók sem er hluti af sama útgáfuverkefni.

Í þessari rafrænu útgáfu er hægt að skoða ljósmyndir af sérhverri síðu handritsins og nákvæma uppskrift textans. Enn fremur fylgir málfræðigreining á hverju orði og lemmaður orðstöðulykill. Rafræna útgáfan mun því ekki síst nýtast sem verkfæri við frekari rannsóknir á texta kvæðanna í handritinu.

Útgáfunni verður fagnað í bókasafni Árnastofnunar í Eddu þriðjudaginn 12. nóvember kl. 17. Tarrin Wills, formaður útgáfunefndar Editiones Arnamagnæanæ Electronicæ, segir frá þessari nýju útgáfuröð og útgefendur kynna Konungsbókarútgáfuna. 

2024-11-12T17:00:00 - 2024-11-12T18:30:00