Árlegur NORDKURS-fundur verður haldinn í Eddu 18.–21. september og annast íslenskusvið Árnastofnunar skipulagningu hans. Á fundinum verður rætt um þau námskeið sem haldin hafa verið á árinu, tekin ákvörðun um námskeið næsta árs og gerð áætlun um framtíðarnámskeið.
Dagskrá fundar 19. september
9.00–9.10 Forstöðumaður norrænu samtakanna NORDKURS setur fundinn.
9.10–10.00 Fréttir frá norrænu samtökunum NORDKURS. Ný heimasíða.
10.00–10.30 Hlé.
10.30–12.00 Ársskýrslur.
12.00–13.00 Hádegisverður.
13.00–13.30 Ganga um háskólasvæðið og heimsókn í háskólastofnanir.
13.30–14.00 Heimsókn á sýninguna „Ljáðu mér vængi“ í Loftskeytastöðinni.
14.00–14.30 Hlé.
14.30–16.00 Fundur landsfulltrúa NORDKURS (í fundarherberginu á 2. hæð).
14.30–16.00 Málstofa fyrir fulltrúa og kennara NORDKURS (málstofa á 2. hæð).
Gestafyrirlesarar:
14.30–15.00 Starkaður Barkarson: Tungumálagáttir – saga tveggja gátta (Language portals – a tale of two portals)
15.00–15.30 Fjóla K. Guðmundsdóttir: Stafræn miðlun og samfélagsmiðlar (Digital dissemination and social media)
15.30–16.00 Guðrún Laufey Guðmundsdóttir: Íslenskar miðaldabókmenntir í gagnagrunnum (Islandske Sagaer i databaser)
16.00–16.10 Fundarslit.
Nánari upplýsingar um samtökin er að finna á heimasíðu NORDKURS.