Ármann Jakobsson prófessor fjallar um Morkinskinnu þriðjudaginn 18. mars kl. 12.10 í fyrirlestrasal Eddu.
Handritið sem nefnt er Morkinskinna hefur ekki alltaf heitið því nafni. En hvar og hvenær varð þetta handrit til og hver er saga textans sem á því er? Hvaðan kemur þetta fremur neikvæða nafn og hvar hefur handritið haldið sig undanfarin 360 ár? Ármann ræðir alla þessa hluti og hugmyndir textafræðinga frá 19. öld til okkar daga um textahefðina á bak við Morkinskinnu en einnig um önnur handrit sem eru hluti af sömu textahefð. Þetta er saga sem nær allt frá upphafi 13. aldar til seinustu ára.
Fyrirlesturinn er í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum.
2025-03-18T12:00:00 - 2025-03-18T13:00:00