Dagana 21. maí til 29. júní gangast Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og deild germanskra mála við Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum fyrir námskeiði í nútímaíslensku fyrir norðurameríska stúdenta. Fyrri helmingur námskeiðsins fer fram í Minneapolis en síðari hlutinn í Reykjavík. Auk íslenskunámsins hlýða stúdentarnir á fyrirlestra um íslenskt samfélag og menningu og heimsækja, meðan á dvöl þeirra á Íslandi stendur, sögustaði á Suður- og Vesturlandi. Þetta er í sjöunda skipti sem boðið er upp á slíkt námskeið fyrir norðurameríska stúdenta.
2007-06-11T09:00:00 - 2007-06-22T16:00:00