Skip to main content

Viðburðir

Handritasmiðja í Bókasafni Mosfellsbæjar

18. september
2021
kl. 13–15

Handritasmiðja Árnastofnunar verður á opnu húsi í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 18. september kl. 13−15. Fræðarar leiða gesti inn í heim horfinnar verkmenningar og gefa innsýn í handverk og efni við gerð bóka á miðöldum. Skólabörn eru sérstaklega velkomin og býðst að spreyta sig á að skrifa með fjaðurpenna og jurtableki á bókfell eins og tíðkaðist við ritun fornu skinnhandritanna. Stutt kynning á verkun skinns í bókfell, gerð bleks og lita til skreytingar, pennaskurði og bókbandi hefst kl. 14.

2021-09-18T13:00:00 - 2021-09-18T15:00:00