Málþing Sagnfræðingafélags Íslands, Handritamálið nýja, verður haldið í Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík fimmtudaginn 3. júní kl. 17.
Á málþinginu verða ýmis álitamál rædd, svo sem aðgengi að handritunum og varsla þeirra. Menntamálaráðherra flytur ávarp og fimm fræðimenn munu halda erindi. Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður.
Erindi halda:
- Bragi Þorgrímur Ólafsson, fagstjóri handritasafns Landsbókasafns Íslands - háskólabókasafns.
- Gottskálk Jensson, rannsóknardósent við Kaupmannahafnarháskóla og gestaprófessor við Háskóla Íslands.
- Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
- Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
- Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands.