Skip to main content

Viðburðir

Fyrirlestur Tungutækniseturs. Arnar Þór Jensson: ,,Talgreinikerfi fyrir íslensku"

3. janúar
2007
kl. 12–13

Fyrirlestur Tungutækniseturs
Háskólanum í Reykjavík við Ofanleiti, stofu 201
3. janúar 2007, kl. 12:00


Annar fyrirlestur Tungutækniseturs (www.tungutaekni.is) á þessum vetri verður haldinn í stofu 201 í Háskólanum í Reykjavík við Ofanleiti miðvikudaginn 3. janúar 2007 og hefst kl. 12:00. Fyrirlesari er Arnar Þór Jensson rafmagns- og tölvuverkfræðingur og nefnist erindi hans ,,Talgreinikerfi fyrir íslensku". Í fyrirlestrinum verður fjallað um gerð íslensks talgreinikerfis sem fyrirlesari bjó til og rannsóknir sem gerðar hafa verið á kerfinu. Sérstaklega verður fjallað um það hvernig hægt er að smíða talgreinikerfi þegar takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir til þjálfunar.

Arnar Þór Jensson útskrifaðist með BS-gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann lauk meistaraprófi í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Tokyo Institute of Technology árið 2006 þar sem meistaraprófsverkefni hans sneri að talgreiningu og talgreinikerfum. Hann stundar nú doktorsnám í sömu fræðum við Tokyo Institute of Technology. Arnar hefur meðal annars einbeitt sér að gerð talgreinikerfis fyrir íslensku og gerði slíkt kerfi, styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna, aðgengilegt á netinu árið 2004.

2007-01-03T12:00:00 - 2007-01-03T13:00:00