Í fjölskyldusmiðjunni í Eddu fá þátttakendur að kynnast Nýja-Íslandi í Kanada sem stofnað var fyrir 150 árum ásamt því að fræðast um Öskjugosið árið 1875 sem varð til þess að margir Íslendingar héldu vestur um haf.
Hægt verður að hlusta á frásagnir Vestur-Íslendinga í Útvarpi Ísmús, skoða hvað mátti fara í koffortið, senda póstkort með afmæliskveðju til Nýja-Íslands o.fl.
Fjölskyldusmiðjan verður haldin í nýrri safnkennslustofu í Eddu á fyrstu hæð og hentar öllum aldurshópum. Umsjón smiðjunnar er í höndum Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur safnkennara Árnastofnunar og Katelin Marit Parsons, verkefnisstjóra á Árnastofnun og aðjúnkts við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Sýningin Heimur í orðum er opin kl. 10–17.
Frítt er inn á sýninguna fyrir börn og ungmenni undir 18 ára aldri.