Föstudaginn 11. desember 2020, kl. 13.00 fer fram doktorsvörn við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Branislav Bédi, verkefnisstjóri alþjóðasviðs Árnastofnunar, doktorsritgerð sína í annarsmálsfræðum: „Learning Icelandic in Virtual Reykjavik: Simulating real-life conversations with embodied conversational agents using multimodal clarification requests". Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Vegna fjöldatakmarkana er áhugasömum bent á streymi frá vörninni. (Smellið hér til að fylgjast með streymi).
2020-12-11T13:00:00 - 2020-12-11T15:00:00