Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum skýtur upp kollinum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagpart laugardaginn 26. september 2020. Boðið verður upp á skrifarasmiðju í líkingu við þær sem tíðkuðust á miðöldum. Þar geta börn á öllum aldri prófað að skrifa með fjaðurpenna á kálfskinn. Á staðnum verða einnig veittar upplýsingar um íslenskunám fyrir þá sem hafa annað móðurmál en íslensku, nýja og fallega upplifun á íslenskum orðaforða og spjall við starfsmenn stofnunarinnar.
2020-09-26T14:00:00 - 2020-09-26T16:00:00