Hugvísindaþing 2025 verður haldið 7.–8. mars. Á Hugvísindaþingi er borið fram það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Í ár eru 42 málstofur á boðstólum. Árnastofnun lætur sitt ekki eftir liggja og munu fjölmargir núverandi og fyrrverandi starfsmenn kynna rannsóknir sínar á þessum vettvangi. Ólöf Garðarsdóttir forseti Hugvísindasviðs setur þingið í Hátíðasal í Aðalbyggingu föstudaginn 7. mars kl. 12.
Nánari upplýsingar um Hugvísindaþing má finna á vef Háskóla Íslands.
Málstofur og erindi sem tengjast Árnastofnun
Föstudagur 7. mars
13.15–14.45 í Árnagarði 201 Orðmyndun og merking
- Einar Freyr Sigurðsson: Að marggefa út og endurútgefa. Um samspil forskeyta og agna
13.15–14.45 í Árnagarði 309 Tregahornið: Frásagnir af dauða og missi
- Þórunn Sigurðardóttir: „Ég elskaði, ég missti mitt elskulegasta barn.“ Um ástvinamissi á árnýöld
13.15–16.15 í Árnagarði 304 Valkyrjur, jötnameyjar og gyðjur: Endurtúlkun norrænna goðsagna frá femínísku sjónarhorni
- Zachary J. Melton American Valkyries: 1845-2025: Gender, Race, and Basketball
13.15–16.15 í Odda 206 Þýðingar, viðtökur, aðlaganir: Mandelstam, Camus, Shakespeare, Beckett, Ionesco, Kristín Jóhannesdóttir
- Ingibjörg Þórisdóttir: „Trúir ið íslenzka bókmentafélag því, að Shakspere fari með að eins þvaðr eins og þetta?“ Um gagnrýni á þýðingu Matthíasar Jochumssonar 1883
15.15–17.15 í Lögbergi 103 Konur í Reykjavík á átjándu, nítjándu og í upphafi tuttugustu aldar
- Ása Ester Sigurðardóttir: „Guð blessi hvern þann mann, sem gerir eitthvað fyrir aumingja Ísland“. Helstu hugðarefni Þorbjargar Sveinsdóttur
15.15–17.15 í Árnagarði 101 Víðáttur tungumálsins
- Haukur Þorgeirsson: „Fley ok fagrar árar“ – stutt og löng atkvæði í fornu máli
Laugardagur 8. mars
10.00–12.00 í Árnagarði 101 Syrpa um Íslandssögu og bókmenntir
- Hjalti Snær Ægisson: Heilagur Brendan og fuglarnir
10.00–14.30 í Árnagarði 201 Sagnir í sögu og samtíð
- Ingunn Hreinberg Indriðadóttir og Einar Freyr Sigurðsson: Eftir að lenda undir skoraði liðið þrjú mörk í röð. Merking en ekki form lokins horfs?
13.00–16.30 í Árnagarði 304 Austfirðingafjórðungurinn: Sögur, skáld og skrifarar
- Margrét Eggertsdóttir: Ástir og einkamál austfirsku skáldanna
- Rósa Þorsteinsdóttir: Skáld-Guðný og æskuástin
- Katelin Parsons; Skrifarinn mikli á Stöðvarfirði: um líf og hvarf Björns Jónssonar á Bæjarstöðum
- Yelena Sesselja Helgadóttir: Hvernig breiðast kvæði út á Austurlandi? Um Ókindarkvæði í handritum og munnlegri geymd
15.00–16.30 í Árnagarði 306 Gramsað í gömlu
- Úlfar Bragason: „Hið persónulega er sögulegt. (Og ekki má gleyma því að það er líka mjög tilfinningalegt.)“
15.00–16.30 í Árnagarði 310 Nýyrði og hlutverk þeirra í mótun orðræðu
- Ágústa Þorbergsdóttir: Orðin sem mótuðu heimsfaraldurinn: Nýyrði og orðræða á tímum COVID-19
- Kristín Ingibjörg Hlynsdóttir: Nýyrði á sviði umhverfismála