Skip to main content

Viðburðir

Árnastofnun á Hugvísindaþingi

8.–9. mars
2024
kl. 10–17

Hugvísindaþing 2024 verður haldið 8.–9. mars. Þingið er vettvangur fræðafólks í hugvísindum til að kynna rannsóknir sínar, hittast og spjalla um það sem er efst á baugi hverju sinni. Í ár eru 43 málstofur á boðstólum. Árnastofnun lætur sitt ekki eftir liggja og munu fjölmargir núverandi og fyrrverandi starfsmenn kynna rannsóknir sínar á þessum vettvangi. Hátíðarfyrirlestur þingsins verður haldinn í fyrirlestrasal Eddu föstudaginn 8. mars kl. 12–13.

Nánari upplýsingar um Hugvísindaþing má finna á vef Háskóla Íslands.

 

Málstofur og erindi sem tengjast Árnastofnun

Föstudagur 8. mars

13.15–14.45 í Árnagarði 201 Strumpandi maðar og talandi skordýr: Gervimál í barnabókmenntum og málvísindum

  • Einar Freyr Sigurðsson og Iris Edda Nowenstein: Hvernig strumparðu þetta á íslensku? Þýðingar án róta
     

13.15–16.15 í Odda 106 „Þetta sokkna land“  Frásagnir af náttúru og hamförum í íslensku og dönsku samhengi

  • Charlotte Ettrup Christiansen: At skrive bæredygtige fremtider. Tre islandske forfatteres arbejde og et land i forandring
     

15.15–16.45 í Árnagarði 101 Bréfaskóli Hallgríms Péturssonar – eða var það Jón Magnússon?

  • Þórunn Sigurðardóttir: „Sendi ég stökurnar sóknarfólki mínu“: Hver orti og handa hverjum?
     

15.15–16.45 í Odda 202 Ferðasögur kvenna um Ísland: nýjar stefnur og rannsóknir

  • Emily Lethbridge: Konur og sagnapílagrímsferðir til Íslands á 19. og 20. öld

 

Laugardagur 9. mars

10.00–12.00 í Árnagarði 101 Um þýðingar og merkingu þeirra

  • Ingibjörg Þórisdóttir: Macbeth í 150 ár
     

10.00–12.00 í Odda 202 Alls konar orðmyndun

  • Ágústa Þorbergsdóttir og Þorsteinn G. Indriðason: Um virk mynstur í samsettum nafnorðum í íslensku
  • Kristín Ingibjörg Hlynsdóttir og Ágústa Þorbergsdóttir: Um orðmyndun á Nýyrðavefnum
     

13.00–14.30 í Odda 106 Hvað getur CLARIN gert fyrir þig?

  • Starkaður Barkarson: CLARIN – hvað er nú það?
  • Auður Pálsdóttir: Íslenskur námsorðaforði
  • Steinþór Steingrímsson og Einar Freyr Sigurðsson: Málheildir, málfræði og rannsóknir með risastórum textasöfnum
     

13.00–16.30 í Lögbergi 103 Vendi ég mínu kvæði í kross

  • Margrét Eggertsdóttir: Hvað er prenthæft og hvað ekki? Varðveisla veraldlegra kvæða sr. Hallgríms Péturssonar
  • Lea Pokorny: Handrit, skrifarar og staðir. Um varðveislu Króka-Refs rímna eftir Hallgrím Pétursson
  • Katelin Marit Parsons: Stefán Ólafsson og barnabókmenntir 17. aldar
  • Haukur Þorgeirsson: Dapri brúðguminn – vendingin í Vambarljóðum
  • Teresa Dröfn Njarðvík: Ekki er allt sem sýnist: Bærings rímna fagra
  • Yelena Sesselja Helgadóttir: Kringilnefjuvísur: óhefðbundin stjúpu- og umskiptingasaga
     

13.00–14.30 í Odda 202 Sendibréf: Efni og tjáningarform, varðveisla og útgáfa

  • Úlfar Bragason: „Fugl í búri“: Bréf Ingunnar Sigurjónsdóttur frá berklahælum
     

15.00–16.30 í Odda 206 Nýjasta þróun í íslensku sem öðru máli: Gervigreind, Evrópuramminn og ný námsleið

  • Branislav Bédi: Skapandi gervigreind og kennsla íslensku sem annars máls
2024-03-08T10:00:00 - 2024-03-09T17:00:00