Skip to main content

Viðburðir

Árna Magnússonar fyrirlestur 2016 - Margrét Eggertsdóttir

13. nóvember
2016
kl. 13–15
Margrét Eggertsdóttir

Árna Magnússonar fyrirlestur á fæðingardegi Árna Magnússonar verður haldinn í fjórða sinn 13. nóvember 2016, í þetta sinn á Akureyri.

 

Fyrirlesari er Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor og yfirskriftin er:

Pappírshandrit hækka í verði.

Ný viðhorf í handritarannsóknum

Í fyrirlestrinum verður fjallað um íslensk pappírshandrit og nýjar rannsóknir tengdar þeim. Síðari alda handrit eru flest rituð á pappír og hafa löngum þótt minna virði en gömlu skinnhandritin. Á síðustu áratugum hafa róttækar breytingar orðið á viðhorfum fræðimanna til handritarannsókna. Í stað þess að skoða handrit einkum í þeim tilgangi að finna upprunalegan texta er lögð áhersla á að hvert handrit er heimur út af fyrir sig, hvort sem það er ungt eða gamalt, það er smíðisgripur ­– stundum handaverk listamanna – sem getur varpað ljósi á líf og störf þeirra sem bjuggu það til, skrifuðu og myndskreyttu, og þeirra sem lásu það eða notuðu á annan hátt sér til skemmtunar, fróðleiks eða andlegrar upplyftingar. Eins og nýyrðið „handritamenning“ gefur til kynna geta handrit verið ómetanleg heimild um mannlíf og menningu fyrr á öldum.

 

2016-11-13T13:00:00 - 2016-11-13T15:00:00