Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn í samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er haldinn í Reykjavík 15.–25. ágúst.
Boðið er upp á þjálfun í textafræði, handritafræði, uppskriftum norrænna handrita ásamt aðferðum í útgáfum texta eftir handritum.
Leiðbeinendur koma víðs vegar að. Auk íslenskra fræðimanna eru kennarar frá Danmörku, Kanada, Sviss, Svíþjóð og Ítalíu.
2022-08-15T10:00:00 - 2022-08-25T16:30:00