Skip to main content

Viðburðir

Aðalfundur Nafnfræðifélagsins

27. apríl
2023
kl. 16.15–17.15

Laugavegur 13,
101 Reykjavík
Ísland

Aðalfundur Nafnfræðifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl kl. 16.15 í húsnæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að Laugavegi 13, 4. hæð (gengið inn frá Smiðjustíg). Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf.  

Að fundi loknum eða kl. 17 munu Emily Lethbridge og Birna Lárusdóttir bregða upp svipmyndum úr vinnu undanfarinna mánaða við skráningu og undirbúning örnefnasafns Árnastofnunar fyrir flutning í Eddu. Við þessar tilfæringar hefur fengist góð yfirsýn yfir safnið og ýmis áhugaverð gögn verið dregin fram í dagsljósið.  

Félagar eru hvattir til að mæta á fundinn.

2023-04-27T16:15:00 - 2023-04-27T17:15:00