Nú stendur yfir könnun á þjónustu Árnastofnunar. Smelltu hér til að segja þitt álit. Loka
Skip to main content

Vélþýðingar

Vélþýðingar og þýðingarvélar fyrir íslensku fyrr og nú

Undanfarið hafa orðið miklar framfarir í vélþýðingartækni og nú er svo komið að vélþýðingar geta gagnast mörgum sem vilja þýða texta á ýmsum sviðum úr íslensku á önnur mál eða úr öðrum málum á íslensku. Þetta á ekki síst við um ferðamenn eða þá sem vilja átta sig á efni vefsíðna á tungumálum sem þeir tala ekki, en líka um þýðendur sem geta í sumum tilvikum notað tæknina sér til aðstoðar í störfum sínum. Vélþýðingar eru þó ekki nýjar af nálinni. Um 70 ár eru síðan fyrstu vélþýðingarkerfin voru skrifuð og um 45 ár síðan fyrstu skrefin voru tekin að smíði vélþýðingarkerfa fyrir íslensku.

Vélþýðingar og bókmenntatextar

Þó að tilraunir með nýtingu stærðfræðilegra tauganeta við þýðingar á milli tungumála eigi sér nokkuð langa sögu hafa tækniframfarir orðið til þess að gerbreyta möguleikunum á þessu sviði.