Skip to main content

Rímnakveðskapur tíu kvæðamanna: Rannsókn á tilbrigðum

Útgáfuár
2022
Í bókinni segir frá söfnun og rannsókn danska þjóðlagafræðingsins Svend Nielsens á rímnakveðskap tíu kvæðamanna á árunum 1964–1971. Kveikjan að rannsókninni voru ummæli sem séra Bjarni Þorsteinsson viðhafði í inngangi að rímnalögunum sem hann birtir í bók sinni Íslenzk þjóðlög sem út kom 1906–1909. Þar talar hann um að sum rímnalög verði til á augnablikinu, kvæðamaðurinn hefur þá ekkert visst lag í huga áður en hann byrjar en býr lagið til um leið og hann kveður. Spurningin var hvort enn þá væri hægt að finna kvæðamenn sem færu þannig með kvæðalög eða minntu að minnsta kosti á það og leitin bar árangur.

Rósa Þorsteinsdóttir þýddi og ritstýrði og ritar inngang þar sem settar eru fram skilgreiningar á rímum, bragarháttum, skáldamáli og rímnalögum og bent á frekari heimildir auk þess sem rannsókn Svend Nielsens er sett í samhengi við aðrar skandinavískar rannsóknir á munnlegum flutningi kvæða.

Bókin er í opnum aðgangi. Í rafrænni útgáfu bókarinnar á vefnum er jafnframt hægt að spila hljóðupptökur af rímunum. Þá er einnig hægt að sækja bókina sem PDF-skjal.

Skoða rafræna útgáfu

Sækja sem PDF skrá