Skip to main content

Nucleus Latinitatis

Útgáfuár
1994
Nucleus latinitatis ... eftir Jón Árnason biskup.

Ný útgáfa með íslenskri orðaskrá í ritstjórn Guðrúnar Kvaran og Friðriks Magnússonar.

Orðfræðirit fyrri alda III.
Orðabók Háskólans 1994.

Orðabókin Nucleus latinitatis eða "Kleyfsi" eins og hún er stundum nefnd, kom fyrst út í Kaupmannahöfn árið 1738. Um er að ræða latneska orðabók með íslenskum skýringum og eru flettiorðin rúmlega 16 þúsund. Orðabókin er merk heimild um íslenska tungu á fyrri hluta 18. aldar og sýnir góðan þverskurð af málinu á þeim tíma. Guðrún Kvaran og Friðrik Magnússon unnu að endurútgáfunni sem kom út árið 1994. Aftan við orðabókartextann er orðalisti yfir íslensk skýringarorð í bókinni.
Hið íslenska bókmenntafélag annast sölu og dreifingu bókarinnar.

Í ritröðinni Orðfræðirit fyrri alda er endurútgáfa nokkurra gamalla orðabóka sem hafa sérstöðu í íslenskri orðabókagerð. Þær eru um leið mikilvægar heimildir um íslenskan orðaforða og íslenska málsögu.