Útgáfuár
2023
Nafnfræðifélagið var stofnað í Reykjavík árið 2000 og varð því tvítugt á árinu 2020. Bókin Nöfn á nýrri öld. 20 greinar í tilefni 20 ára afmælis Nafnfræðifélagsins inniheldur greinar eftir höfunda sem hafa flutt fyrirlestra á fræðslufundum félagsins. Efni greinanna er fjölbreytt og sýnir viðfangsefni félagsins sem nær til nafna af flestum sviðum tilverunnar. Í bókinni er greinunum skipað í fimm flokka (Nöfn á fornum tíma og í heimildum; Nöfn, söfnun, skráning og stjórnsýsla; Samspil nafna og landslags; Fiskar, fuglar og önnur dýr; Nöfn og þjóðmenning) en örnefni eru algengasta viðfangsefnið og umfjöllun um þau kemur fyrir í öllum flokkum. Bókin er í stóru broti og eru allir kaflarnir ríkulega skreyttir myndum og kortum.
Ritstjórar bókarinnar eru Emily lethbrigde og Rósa Þorsteinsdóttir.
Ritstjórar bókarinnar eru Emily lethbrigde og Rósa Þorsteinsdóttir.