Útgáfuár
2025
Konungsdóttirin Mábil sterka frá Vallandi er öllum fremri í riddaralistum. Hún drýgir miklar hetjudáðir í bardögum og beitir óhefðbundnum aðferðum við að klekkja á helsta óvini sínum, Medeu drottningu í Grikklandi. Sömuleiðis ver hún Móbil systur sína frækilega gegn ásókn karla sem vilja kvænast henni og heimta þannig krúnuna.
Þrúður Þorsteinsdóttir, biskupsfrú á Hólum, fól Árna Magnússyni að leita uppi Rímurnar af Mábil sterku og varð það til þess að þær varðveittust í mörgum uppskriftum. Rímurnar hafa kynferðislegan undirtón og hafa varla verið taldar kristilegur kveðskapur. Í þessari bók er gerð grein fyrir leit Árna að handritunum og þrjár gerðir rímnanna eru birtar, sú elsta frá fimmtándu öld, önnur frá þeirri sautjándu og sú yngsta frá hinni átjándu. Rímurnar eru birtar með nútímastafsetningu og skýringum en einnig með stafsetningu handritanna. Í bókinni er einnig birt saga af Mábil frá nítjándu öld.
Mábil var ein af fræknustu hetjum íslenskra bókmennta í 500 ár en þetta er í fyrsta skipti sem frásagnirnar um hana birtast á prenti.
Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir er höfundur fræðitextans og bjó til útgáfu þrjár gerðir Mábilar rímna og Söguna af Mábil sterku og Móbil systur hennar.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 119).
Þrúður Þorsteinsdóttir, biskupsfrú á Hólum, fól Árna Magnússyni að leita uppi Rímurnar af Mábil sterku og varð það til þess að þær varðveittust í mörgum uppskriftum. Rímurnar hafa kynferðislegan undirtón og hafa varla verið taldar kristilegur kveðskapur. Í þessari bók er gerð grein fyrir leit Árna að handritunum og þrjár gerðir rímnanna eru birtar, sú elsta frá fimmtándu öld, önnur frá þeirri sautjándu og sú yngsta frá hinni átjándu. Rímurnar eru birtar með nútímastafsetningu og skýringum en einnig með stafsetningu handritanna. Í bókinni er einnig birt saga af Mábil frá nítjándu öld.
Mábil var ein af fræknustu hetjum íslenskra bókmennta í 500 ár en þetta er í fyrsta skipti sem frásagnirnar um hana birtast á prenti.
Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir er höfundur fræðitextans og bjó til útgáfu þrjár gerðir Mábilar rímna og Söguna af Mábil sterku og Móbil systur hennar.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 119).