Skip to main content

Hallgrímur Pétursson; Ljóðmæli 4

Útgáfuár
2010
ISBN númer
978-9979-654-10-0
Fjórða bindið í fræðilegri heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar (1614–1674), Ljóðmæli 4, er komið út hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Það hefur að geyma andlegan kveðskap sem tengist hringrás náttúrunnar, tímaskiptum, svo sem dægra- og árstíðabreytingum, bæði lengri sálma og stök vers, alls 39 talsins. Hér eru morgun- og kvöldsálmar, sálmar við upphaf vetrar og sumars; sálmar sem ætlaðir voru til kennslu og uppfræðslu, t.d. við fermingarundirbúning, svo og tveir borðsálmar, annar ætlaður til söngs fyrir máltíð en hinn eftir máltíð. Texti hvers kvæðis er prentaður stafréttur eftir aðalhandriti en orðamunur úr öðrum handritum birtur neðanmáls. Gerð er rækileg grein fyrir varðveislu hvers kvæðis og auk þess er handritunum lýst í sérstakri skrá. Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir önnuðust útgáfuna.
Kaupa bókina