Skip to main content

Hallgrímur Pétursson; Ljóðmæli 2

Útgáfuár
2002
ISBN númer
9979-819-83-9
Þetta er annað bindi í fræðilegri heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar (1614-1674). Hér eru 38 kvæði og sálmar, þar á meðal heilræði og ýmis tækifæriskvæði svo sem nýárssálmar, brúðkaupskvæði og erfiljóð. Þar má nefna erfiljóð Hallgríms eftir Steinunni dóttur sína og heilræðavísurnar góðkunnu Ungum er það allra best. Texti hvers kvæðis er prentaður stafréttur eftir aðalhandriti en orðamunur úr öðrum handritum birtur neðanmáls. Gerð er rækileg grein fyrir varðveislu hvers kvæðis og auk þess er handritunum lýst í sérstakri skrá. Margrét Eggertsdóttir, Kristján Eiríksson og Svanhildur Óskarsdóttir önnuðust útgáfuna.

Efnisyfirlit

Afgenginn lýðs ljúfi
Alfrægur heilhugi
Allt yfirvald og æðri stétt
Almáttugi og mildi Guð
Almáttugur Guð þín gæti
Auðtrúa þú aldrei sért
Auvei þær angurs tíðir
Á einn Guð set þú allt þitt traust
Árið hýra nú hið nýja
Árið mætt, nytsamt, nýtt
Árið nýtt gefi gott
Árið nýtt nú á
Drottinn líknsamur, herra hreinn
Ef þú vilt góða friðsemd fá
Eitt er við ofi hætt
Ég byrja reisu mín
Finn eg það í fræði hreinu
Fróður beiða mig réð maður
Föðurs náðar yndis andi
Gíslason er Björn burt
Gleðjumst vér bræður góðir
Guð minn leiðtogi veri vís
Heilagur Guð sem hjónastétt
Hvað verður fegra fundið
Karbúnkúlus í gulli glær
Komið kölluð af Guði
Lof sé þér Guð, nú endað er
Lofgjörð, já lof eg segi
Nú er eg glaður á góðri stund
Nú ertu leidd mín ljúfa
Oft hressir mína hrellda sál
Ó, hvað aumlegt úrræði
Skyldir erum við skeggkarl tveir
Sæl vertu, sæl í Drottni
Sælar þær sálir eru
Sælir í sönnum Guði
Ungum er það allra best
Viljir þú geðjast Guði vel

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 57).
Kaupa bókina