Útgáfuár
1977
ISBN númer
9979-819-31-6
Afar vönduð útgáfa á sögu vandræðaskáldsins, sem Bjarni Einarsson (1917−2000), helsti sérfræðingurinn í sögum um íslensk dróttkvæðaskáld, hefur búið undir prentun. Hallfreðar saga er til í mörgum 14. aldar handritum sem eru það ólík að innihaldi að hægt er að tala um mismunandi gerðir. Hér eru allir helstu textar sögunnar prentaðir svo að lesandinn sér svart á hvítu í hverju munurinn er fólginn. Inngangur Bjarna er afar ítarlegur og varpar ljósi á öll helstu vandamál tengd textunum.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 15).
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 15).