Skip to main content

Hálfs saga ok Hálfsrekka

Útgáfuár
1981
ISBN númer
9979-819-36-7
Þessi fornaldarsaga frá 15. öld er athyglisverð fyrir þær sakir hvernig hún vefur saman vísur og knappt, óbundið mál. Í þessari sögu kom fyrir verur úr þjóðtrúnni, elsta varðveitta sagan um marbendil og þekktasta dæmið um brunnmiga í fornaldarsögum. Hubert Seelow (f. 1948), nú prófessor í Erlaugen, ritar rækilegan inngang, þar sem hann gerir grein fyrir varðveislu sögunnar og tengslum handrita, málstigi sögunnar og bókmenntalegu gildi. Fjallar hann ítarlega um samhengi vísna og texta. Bókin er mikilvæg bæði fyrir bókmenntafræðninga og málfræðinga.

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 20).