Útgáfuár
2025
Gripla, árlegt tímarit Árnastofnunar á sviði texta-, bókmennta- og þjóðfræði, er komin út í ritstjórn Gísla Sigurðssonar og Margrétar Eggertsdóttur. Þetta er 36. hefti ritsins og í því eru þrettán ritrýndar greinar að þessu sinni, þar af fimm á íslensku en hinar allar á ensku. Gripla er skráð í Web of Science™ (Clarivate) og Scopus (Elsevier) gagnagrunnana. Rafræn útgáfa Griplu er aðgengileg á vefslóðinni: https://gripla.arnastofnun.is.
Beeke Stegmann fjallar í grein sinni („Manuscript Production in Iceland: A State of Knowledge“) um handritagerð á Íslandi. Hún gefur yfirlit yfir rannsóknir síðustu ára og helstu niðurstöður þeirra. Þeim má skipta í fjóra flokka: rannsóknir á blaðefni eða efninu sem skrifað var á; á kverum og síðuhönnun, á skrift og skreytingum og loks á bókbandi og innsiglum. Ein mikilvæg rannsóknarspurning hefur verið hvort handritagerð á Íslandi hafi verið sambærileg við handritagerð annars staðar í Evrópu eða hvort hér hafi verið beitt öðrum aðferðum sem gætu t.d. skýrt af hverju íslenskt bókfell er bæði dekkra og grófara en það sem notað var á meginlandinu.
Nora Kauffeldt („What's in a Name? Revisiting Crymogæa, Vatnshyrna, and Pseudo-Vatnshyrna“) tekur til skoðunar hvernig heitin „Vatnshyrna,“ „Vatnshornsbók“ og „Pseudo-Vatnshyrna“ eru til komin í fræðilegri umræðu. Nora telur að tilvísun Arngríms Jónssonar í Crymogæu þar sem hann talar um „Watzhyrna“ hafi verið rangtúlkuð. Ekki sé líklegt að þar sé átt við sérstakt handrit en orðið gæti vísað til texta – í ljósi annarra tilvísana hjá Arngrími. Lagt er til að þau handritsbrot sem hafa verið talin til „Pseudo-Vatnshyrnu“ verði kölluð Melabók til að komast hjá þeim ruglingi sem hugmyndin um Vatnshyrnu hefur valdið.
Annett Krakow („Fate, Sexual Desire, and Narrative Motivation in Hrólfs saga kraka“) rýnir í hvernig örlög og girnd eru drifkraftur frásagnar í Hrólfs sögu kraka. Áherslan er á hvernig samspil og átök guðdómlegs afls úr heiðni og kristni móta fléttu orsaka og afleiðinga þar sem siðferðislegum hugmyndum er teflt fram í lokaorrustu sögunnar.
Piergiorgio Consagra („Norna-Gests þáttr and Helga þáttr Þórissonar in Icelandic Manuscripts: A Literary Diptych Lost in Time“) varpar ljósi á tengsl Norna-Gests þáttar og Helga þáttar Þórissonar eins og þau birtast í varðveislusögu þáttanna í handritum. Sýnt er fram á að þeim hafi verið ætlað tvíþætt hlutverk innan Ólafs sögu Tryggvasonar hinnar mestu og það sé eingöngu í síðari alda pappírshandritum sem þeir hafi fengið sjálfstætt líf.
Stefan Drechsler („Iconography in Icelandic Law Manuscripts in c. 1330–1600“) gefur yfirlit yfir tilurð íslenskra lögbóka á miðöldum með áherslu á textatengdar lýsingar í lagahandritum. Rakin er þróun myndefnis á árunum 1330–1600 og færð rök fyrir því að í myndunum felist stundum trúarlegar útleggingar á lagatextunum.
Lara E. C. Harris („A Handlist of Medieval Scandinavian Medical Vernacular Manuscripts“) dregur saman skrá um öll handrit sem skrifuð voru á fornnorrænum málum um læknisfræðileg efni fyrir siðbreytingu, samtals 37 handrit sem nú eru varðveitt í söfnum á Norðurlöndum og í Dyflinni. Rakin eru áhrif frá Henrik Harpestræng á þessi handrit og tengsl handritanna við evrópska lækningahefð.
Roberto Luigi Pagani („The Mediterranean Origin of the Galdrastafir: Tracing the Transmission of the Learned European Magical Tradition into Icelandic Popular Lore“) rekur uppruna íslenskra galdrastafa til evrópskrar dulhyggjuhefðar og bendir á fyrirmyndir þeirra í galdrabókum frá miðöldum og árnýöld í hinni svokölluðu Salómonshefð. Færð eru rök fyrir því að íslenska hefðin endurspegli staðbundna, afgoðavædda og alþýðlega útfærslu þessara hugmynda sem rekja má til endurreisnarinnar við Miðjarðarhaf.
Árni Heimir Ingólfsson („‘Ekki er þetta kirkjunni að neinu gagni’: Íslensk söngbókabrot úr kaþólskum sið“) rýnir í um 320 brot úr 130–140 kaþólskum messu- og tíðasöngsbókum sem ritaðar voru hér á landi og fjallar um hvað brotin geti sagt um tónlistariðkun, til dæmis söng við jólamessur, og hvernig þessari tónlist farnaðist eftir siðbreytingu. Sérstaklega er fjallað um brot með hendi Jóns Þorlákssonar sem var afkastamikill á seinni hluta 15. aldar og er eini nafngreindi nótnaskrifarinn í kaþólskri tíð.
Tiffany Nicole White („Echoes of Eden's End: Adams óður as a Poetic Hymn and Its Source in Konungs skuggsjá“) sendir frá sér fyrstu fræðilegu útgáfuna á Adams óði, miðaldakvæði sem leggur út af sögunni um syndafallið í aldingarðinum Eden. Tiffany færir rök fyrir að kvæðið hafi verið sungið sem sálmur. Einnig er sýnt fram á að efnið megi rekja til þess hvernig sagan er sögð í Konungs skuggsjá, norsku verki frá 13. öld.
Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík („Tvennar Rímur af Fertram og Plató frá 17. öld: Rímur Jóns Eggertssonar og brot af glataðri rímu Jóns Guðmundssonar lærða?“) greinir áður óþekkt handritsbrot frá 18. öld sem texta úr glötuðum Rímum af Fertram og Plató sem vitað er að Jón Guðmundsson lærði orti. Rímur um sama efni hafa varðveist eftir Jón Eggertsson og Sigurð Breiðfjörð. Stílfræðileg rannsókn á handritsbrotinu sýnir líkindi við Ármanns rímur eftir Jón lærða.
Aðalheiður Guðmundsdóttir („Handan þokunnar: Um efnisþætti og innra samhengi Ólafs sögu Þórhallasonar“) tekur söguheim Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal til rannsóknar og bendir á hvernig hann fellur bæði að þjóðsögum og bókmenntum fyrri alda. Rýnt er í hina flóknu byggingu sögunnar þar sem þættir fléttast hver innan um annan og einn þáttur, þar sem tólf bræðra hópur útilegumanna er leystur úr álögum, tekinn til sérstakrar athugunar og fjallað um að hve miklu leyti aðferð Eiríks hafi þótt nýnæmi á sínum tíma.
Bragi Þorgrímur Ólafsson („‘Hugsaðu til mín, bróðir minn, ef þú sérð merkileg handrit, eða gamlar bækur vel um gengnar’: Yfirlit yfir handritasöfnun Jóns Sigurðssonar 1840–1879“) fer yfir handritasöfnun Jóns Sigurðssonar forseta, hvað varð til þess að Jón fór að safna, hvaða stefnu hann mótaði um söfnunina og hvaða aðferðum hann beitti. Tengslanet Jóns skipti þar miklu máli. Þá er fjallað um hindranir sem á vegi hans urðu, samsetningu og umfang safnsins, rannsóknir á því og hvað varð um það eftir daga Jóns.
Móeiður Anna Sigurðardóttir og Rósa Þorsteinsdóttir („‘Ein slík saga getur spillt fyrir öllu safninu’: Áhrif Guðbrands Vigfússonar á þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar“) birta hér niðurstöður sem byggjast að hluta til á rannsókn á prentsmiðjuhandriti Þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar sem kom nýlega á Landsbókasafn frá ríkisskjalasafninu í Bayern. Fjallað er um ritstjórnarhlutverk Guðbrands Vigfússonar og hvernig hann breytti sögunum frá því sem Jón hafði ætlað, bætti við og sleppti auk þess að skrifa formála í stað þess sem Jón hafði samið. Sýnt er fram á að Guðbrandur hafi haft mikil áhrif, í samvinnu við Konrad Maurer, á endanlegan frágang þjóðsagnasafnsins.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 122).
Sækja sem PDF skrá
Beeke Stegmann fjallar í grein sinni („Manuscript Production in Iceland: A State of Knowledge“) um handritagerð á Íslandi. Hún gefur yfirlit yfir rannsóknir síðustu ára og helstu niðurstöður þeirra. Þeim má skipta í fjóra flokka: rannsóknir á blaðefni eða efninu sem skrifað var á; á kverum og síðuhönnun, á skrift og skreytingum og loks á bókbandi og innsiglum. Ein mikilvæg rannsóknarspurning hefur verið hvort handritagerð á Íslandi hafi verið sambærileg við handritagerð annars staðar í Evrópu eða hvort hér hafi verið beitt öðrum aðferðum sem gætu t.d. skýrt af hverju íslenskt bókfell er bæði dekkra og grófara en það sem notað var á meginlandinu.
Nora Kauffeldt („What's in a Name? Revisiting Crymogæa, Vatnshyrna, and Pseudo-Vatnshyrna“) tekur til skoðunar hvernig heitin „Vatnshyrna,“ „Vatnshornsbók“ og „Pseudo-Vatnshyrna“ eru til komin í fræðilegri umræðu. Nora telur að tilvísun Arngríms Jónssonar í Crymogæu þar sem hann talar um „Watzhyrna“ hafi verið rangtúlkuð. Ekki sé líklegt að þar sé átt við sérstakt handrit en orðið gæti vísað til texta – í ljósi annarra tilvísana hjá Arngrími. Lagt er til að þau handritsbrot sem hafa verið talin til „Pseudo-Vatnshyrnu“ verði kölluð Melabók til að komast hjá þeim ruglingi sem hugmyndin um Vatnshyrnu hefur valdið.
Annett Krakow („Fate, Sexual Desire, and Narrative Motivation in Hrólfs saga kraka“) rýnir í hvernig örlög og girnd eru drifkraftur frásagnar í Hrólfs sögu kraka. Áherslan er á hvernig samspil og átök guðdómlegs afls úr heiðni og kristni móta fléttu orsaka og afleiðinga þar sem siðferðislegum hugmyndum er teflt fram í lokaorrustu sögunnar.
Piergiorgio Consagra („Norna-Gests þáttr and Helga þáttr Þórissonar in Icelandic Manuscripts: A Literary Diptych Lost in Time“) varpar ljósi á tengsl Norna-Gests þáttar og Helga þáttar Þórissonar eins og þau birtast í varðveislusögu þáttanna í handritum. Sýnt er fram á að þeim hafi verið ætlað tvíþætt hlutverk innan Ólafs sögu Tryggvasonar hinnar mestu og það sé eingöngu í síðari alda pappírshandritum sem þeir hafi fengið sjálfstætt líf.
Stefan Drechsler („Iconography in Icelandic Law Manuscripts in c. 1330–1600“) gefur yfirlit yfir tilurð íslenskra lögbóka á miðöldum með áherslu á textatengdar lýsingar í lagahandritum. Rakin er þróun myndefnis á árunum 1330–1600 og færð rök fyrir því að í myndunum felist stundum trúarlegar útleggingar á lagatextunum.
Lara E. C. Harris („A Handlist of Medieval Scandinavian Medical Vernacular Manuscripts“) dregur saman skrá um öll handrit sem skrifuð voru á fornnorrænum málum um læknisfræðileg efni fyrir siðbreytingu, samtals 37 handrit sem nú eru varðveitt í söfnum á Norðurlöndum og í Dyflinni. Rakin eru áhrif frá Henrik Harpestræng á þessi handrit og tengsl handritanna við evrópska lækningahefð.
Roberto Luigi Pagani („The Mediterranean Origin of the Galdrastafir: Tracing the Transmission of the Learned European Magical Tradition into Icelandic Popular Lore“) rekur uppruna íslenskra galdrastafa til evrópskrar dulhyggjuhefðar og bendir á fyrirmyndir þeirra í galdrabókum frá miðöldum og árnýöld í hinni svokölluðu Salómonshefð. Færð eru rök fyrir því að íslenska hefðin endurspegli staðbundna, afgoðavædda og alþýðlega útfærslu þessara hugmynda sem rekja má til endurreisnarinnar við Miðjarðarhaf.
Árni Heimir Ingólfsson („‘Ekki er þetta kirkjunni að neinu gagni’: Íslensk söngbókabrot úr kaþólskum sið“) rýnir í um 320 brot úr 130–140 kaþólskum messu- og tíðasöngsbókum sem ritaðar voru hér á landi og fjallar um hvað brotin geti sagt um tónlistariðkun, til dæmis söng við jólamessur, og hvernig þessari tónlist farnaðist eftir siðbreytingu. Sérstaklega er fjallað um brot með hendi Jóns Þorlákssonar sem var afkastamikill á seinni hluta 15. aldar og er eini nafngreindi nótnaskrifarinn í kaþólskri tíð.
Tiffany Nicole White („Echoes of Eden's End: Adams óður as a Poetic Hymn and Its Source in Konungs skuggsjá“) sendir frá sér fyrstu fræðilegu útgáfuna á Adams óði, miðaldakvæði sem leggur út af sögunni um syndafallið í aldingarðinum Eden. Tiffany færir rök fyrir að kvæðið hafi verið sungið sem sálmur. Einnig er sýnt fram á að efnið megi rekja til þess hvernig sagan er sögð í Konungs skuggsjá, norsku verki frá 13. öld.
Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík („Tvennar Rímur af Fertram og Plató frá 17. öld: Rímur Jóns Eggertssonar og brot af glataðri rímu Jóns Guðmundssonar lærða?“) greinir áður óþekkt handritsbrot frá 18. öld sem texta úr glötuðum Rímum af Fertram og Plató sem vitað er að Jón Guðmundsson lærði orti. Rímur um sama efni hafa varðveist eftir Jón Eggertsson og Sigurð Breiðfjörð. Stílfræðileg rannsókn á handritsbrotinu sýnir líkindi við Ármanns rímur eftir Jón lærða.
Aðalheiður Guðmundsdóttir („Handan þokunnar: Um efnisþætti og innra samhengi Ólafs sögu Þórhallasonar“) tekur söguheim Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal til rannsóknar og bendir á hvernig hann fellur bæði að þjóðsögum og bókmenntum fyrri alda. Rýnt er í hina flóknu byggingu sögunnar þar sem þættir fléttast hver innan um annan og einn þáttur, þar sem tólf bræðra hópur útilegumanna er leystur úr álögum, tekinn til sérstakrar athugunar og fjallað um að hve miklu leyti aðferð Eiríks hafi þótt nýnæmi á sínum tíma.
Bragi Þorgrímur Ólafsson („‘Hugsaðu til mín, bróðir minn, ef þú sérð merkileg handrit, eða gamlar bækur vel um gengnar’: Yfirlit yfir handritasöfnun Jóns Sigurðssonar 1840–1879“) fer yfir handritasöfnun Jóns Sigurðssonar forseta, hvað varð til þess að Jón fór að safna, hvaða stefnu hann mótaði um söfnunina og hvaða aðferðum hann beitti. Tengslanet Jóns skipti þar miklu máli. Þá er fjallað um hindranir sem á vegi hans urðu, samsetningu og umfang safnsins, rannsóknir á því og hvað varð um það eftir daga Jóns.
Móeiður Anna Sigurðardóttir og Rósa Þorsteinsdóttir („‘Ein slík saga getur spillt fyrir öllu safninu’: Áhrif Guðbrands Vigfússonar á þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar“) birta hér niðurstöður sem byggjast að hluta til á rannsókn á prentsmiðjuhandriti Þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar sem kom nýlega á Landsbókasafn frá ríkisskjalasafninu í Bayern. Fjallað er um ritstjórnarhlutverk Guðbrands Vigfússonar og hvernig hann breytti sögunum frá því sem Jón hafði ætlað, bætti við og sleppti auk þess að skrifa formála í stað þess sem Jón hafði samið. Sýnt er fram á að Guðbrandur hafi haft mikil áhrif, í samvinnu við Konrad Maurer, á endanlegan frágang þjóðsagnasafnsins.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 122).
Sækja sem PDF skrá