Útgáfuár
2014
ISBN númer
978 9979 654 31 5
Ritstjórar: Jóhanna Katrín Friðriksdóttir og Viðar Pálsson.
Að vanda er að finna í nýjustu Griplu áhugavert og vandað efni auk samtínings: Eldar Heide skrifar um hugmyndafræði Egils sögu Skalla-Grímssonar, Gunnvör S. Karlsdóttir ræðir heimildir um beinafærslu og skrínlagningu Guðmundar góða biskups, Elizabeth Walgenbach rýnir í handrit með íslenskum annálum ásamt öðru efni og tengslum þess við fornfræðinginn Ole Worm, Þorgeir Sigurðsson grandskoðar uppskriftir af Arinbjarnarkviðu frá sautjándu öld og Jóhanna Katrín Friðriksdóttir kannar handritið AM 152 fol. og greinir þemu og hugmyndafræði sagnanna sem í því eru að finna. Þrjár útgáfur ásamt skýringum eru í Griplu að þessu sinni. Haukur Þorgeirsson gefur út Heimsósóma í dróttkvæðum hætti, Kirsten Wolf gefur út ritgerð um dauðasyndirnar sjö, og hópur ungra fræðimanna fjallar ítarlega um jólasálminn Hljómi raustin barna best, latneskan sálm sem Hallgrímur Pétursson bætti allnokkrum erindum við, ásamt því að gefa hann út.
Tekið er við greinum í næsta hefti Griplu fram til 1. apríl n.k. Vakin er athygli á því að Gripla hefur verið skráð í Arts and Humanities Citation Index gagnagrunninn sem tekinn er saman hjá Thomson Reuters og er metin til hæstu stiga (15) innan matskerfis Háskóla Íslands. Gripla birtir greinar jafnt á íslensku, Norðurlandamálum, ensku og þýsku. Um leiðbeiningar við frágang greina til birtingar í Griplu sjá nánar á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: www.arnastofnun.is/page/gripla.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 89).
Að vanda er að finna í nýjustu Griplu áhugavert og vandað efni auk samtínings: Eldar Heide skrifar um hugmyndafræði Egils sögu Skalla-Grímssonar, Gunnvör S. Karlsdóttir ræðir heimildir um beinafærslu og skrínlagningu Guðmundar góða biskups, Elizabeth Walgenbach rýnir í handrit með íslenskum annálum ásamt öðru efni og tengslum þess við fornfræðinginn Ole Worm, Þorgeir Sigurðsson grandskoðar uppskriftir af Arinbjarnarkviðu frá sautjándu öld og Jóhanna Katrín Friðriksdóttir kannar handritið AM 152 fol. og greinir þemu og hugmyndafræði sagnanna sem í því eru að finna. Þrjár útgáfur ásamt skýringum eru í Griplu að þessu sinni. Haukur Þorgeirsson gefur út Heimsósóma í dróttkvæðum hætti, Kirsten Wolf gefur út ritgerð um dauðasyndirnar sjö, og hópur ungra fræðimanna fjallar ítarlega um jólasálminn Hljómi raustin barna best, latneskan sálm sem Hallgrímur Pétursson bætti allnokkrum erindum við, ásamt því að gefa hann út.
Tekið er við greinum í næsta hefti Griplu fram til 1. apríl n.k. Vakin er athygli á því að Gripla hefur verið skráð í Arts and Humanities Citation Index gagnagrunninn sem tekinn er saman hjá Thomson Reuters og er metin til hæstu stiga (15) innan matskerfis Háskóla Íslands. Gripla birtir greinar jafnt á íslensku, Norðurlandamálum, ensku og þýsku. Um leiðbeiningar við frágang greina til birtingar í Griplu sjá nánar á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: www.arnastofnun.is/page/gripla.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 89).