Skip to main content

Gripla XXIX

Útgáfuár
2018
ISBN númer
978-9979-654-52-0.
Ritstjórar: Emily Lethbridge og Rósa Þorsteinsdóttir.

Í þessu nýjasta hefti eru níu ritrýndar greinar og útgáfur, fjórar á íslensku, fjórar á ensku og ein á frönsku. Heimir Pálsson fjallar um tvær gerðir Skáldskaparmála Snorra-Eddu, Anders Winroth um íslenskan kirkjurétt hvað varðar skemmri skírn og hjónaband og Brynja Þorgeirsdóttir um ritgerðina „Af náttúru mannsins og blóði“ í Hauksbók. Þórhallur Eyþórsson veltir fyrir sér merkingu orðsins „aldrnari“, Árni Heimir Ingólfsson dregur fram tvö íslensk söngbókarbrot frá 16. öld sem varðveitt eru í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi og Sverrir Jakobsson ber norrænar heimildir um Aðalstein Englandskonung saman við aðrar. Þá skrifar François-Xavier Dillmann grein á frönsku um lokaorðin í frægri ræðu Þorgnýs lögmanns sem sagt er frá í Ólafs sögu helga í Heimskringlu. Þá eru í heftinu frumútgáfa og rannsókn Stephens Pelle á broti úr jólapredikun í AM 696 VIII og IX 4to, og Þórunn Sigurðardóttir gefur einnig út kvæði séra Magnúsar í Laufási, en úr því hefur áður aðeins birst ein vísa. Óritrýnt efni ritsins er grein sem Silvia Hufnagel skrifar um letur sem rispað er á spássíur handrita og ræða sem prófessor John Lindow hélt 14. maí 2018 er hann var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands.

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 101).
Kaupa bókina