Skip to main content

Fjöruskeljar

Útgáfuár
2011
ISBN númer
978-9979-654-18-6
Í tilefni af sjötugsafmæli Jónínu Hafsteinsdóttur 29. mars 2011 ákvað Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að gefa út afmælisrit henni til heiðurs. Með því er stofnunin að þakka Jónínu afar farsælt starf í þágu íslenskra örnefna um langt árabil. Ritið hlaut nafnið Fjöruskeljar.

Í Fjöruskeljum eru birtar yfir 20 greinar sem allar fjalla á einn eða annan hátt um örnefni. Höfundar eru allir kunnáttumenn í faginu, hver á sínu sviði. Fjallað er um örnefni frá sjónarhóli málfræði, fornleifafræði, þjóðfræði, jarðfræði og fleiri greina auk þess sem birtar eru örnefnaskrár og frásagnir um örnefni víða um land.

Efnisyfirlit

Formáli
Heillaóskaskrá – Tabula gratulatoria
Ari Páll Kristinsson: Ríkjaheiti og ritháttur
Árni Björnsson: Klofasteinar og sölvamenn
Birna Lárusdóttir: Þúfnabanar, kjarnorka og netabolir
Bjarni F. Einarsson: Róum við í selin, rostungs út á melinn
Bjarni Harðarson: Síðan urðu þar reimleikar
Guðlaugur R. Guðmundsson: Gengið um Garðaholt og nágrenni
Guðrún Kvaran: Örnefni í vasabókum Björns M. Ólsen
Gunnlaugur Ingólfsson: Kleppsholt eftirstríðsáranna rifjað upp
Haukur Jóhannesson: Örnefni í Kolbeinsvík
Hjörleifur Guttormsson: Grímsvötn, Vatnajökull og Klofajökull
Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir: Nykur í þjóðtrú og örnefnum
Katla Kjartansdóttir: Í fylgd með Paura
Kjartan Ólafsson: Ræningjahóll í gamla Rauðasandshreppi
Kristján Eiríksson: Hugleiðingar um örnefni við Drangey
Lýður Björnsson: Stokkfrú
Páll Pálsson: Faxahús og ósar í örnefnum
Reynir Ingibjartsson: Snæfellsnes eins og það leggur sig
Sigurður R. Helgason: Hofmannafl öt og Hofmannafl atir
Sigurjón Páll Ísaksson: Eday í Orkneyjum – Æðey í Djúpi
Svavar Sigmundsson: Aldur örnefna
Valgarður Egilsson: Sólarfjall á Reynisnesi austan Eyjafjarðar
Ævar Petersen: Örnefni í Mánáreyjum

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 81).