Skip to main content

Einu sinni átti ég gott

Útgáfuár
2009
ISBN númer
9789979909385
Bók og tveir geisladiskar með efni sem varðveitt er á segulböndum í þjóðfræðasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og flutt af fólki alls staðar að af landinu. Hér er að finna allt frá bænum og fallegum vögguvísum til kveðskapar um Grýlu og hennar hyski ásamt öðrum barnafælum. Inn á milli eru síðan sungnar og mæltar fram sérkennilegar þulur, skemmtilegir kveðlingar og stuttar sögur sem hægt er að hafa gaman af, auk vísna sem notaðar hafa verið til að kenna börnum og leika við þau.
Halldór Baldursson teiknaði myndirnar. Rósa Þorsteinsdóttir sá um útgáfuna.
Kaupa bókina