Skip to main content

Bundið í orð: Greinasafn

Útgáfuár
2017
ISBN númer
978-9979-654-45-2
Út er komið greinasafnið Bundið í orð.

Greinarnar fjalla allar um orðabókafræði og orðabókagerð og eru eftir Jón Hilmar Jónsson. Í bókinni eru þrettán greinar ritaðar á árabilinu 1990‒2017. Sú nýjasta var skrifuð sérstaklega fyrir þetta rit en aðrar hafa birst áður í innlendum og erlendum tímaritum eða greinasöfnum. Efni greinanna endurspeglar viðfangsefni og rannsóknir höfundar í starfi hans við Orðabók Háskólans og síðar á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Afrakstur rannsóknanna birtist meðal annars í orðabókunum Orðastað (1994), Orðaheimi (2002), Stóru orðabókinni um íslenska málnotkun (2005) og veforðabókinni Íslenskt orðanet (2016).

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur ritið út til heiðurs Jóni Hilmari Jónssyni í tilefni af sjötugsafmæli hans 2. janúar 2017.

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 98).
Kaupa bókina