Föstudagur 21. október
Haraldur Hreinsson
Differentiating between the Religious and Secular in Premodern Contexts: Theoretical Premises
Klassískar kenningar um tilurð nútímans (e. modernity) gerðu ekki endilega ráð fyrir því að nauðsynlegt væri að tala um aðgreiningu milli hins trúarlega og veraldlega í fornútímalegum samfélögum. Þannig ræddi Max Weber t.d. um aftöfrun veraldarinnar (þ. Entzauberung der Welt) sem átti sér stað samhliða skynsemisvæðingu nútímans. Aðrir notuðu hugtakið afhelgun (e. secularization, þ. Säkularisierung) og álitu hana óhjákvæmilegan fylgifisk nútímavæðingarinnar. Á síðustu árum hefur aukinn þungi færst í fræðilega umræðu þar sem forsendur hinna klassísku félagsfræðikenninga eru teknar til gagnrýninnar skoðunar og aðgreiningin á milli trúarlegra og veraldlegra sviða hefur verið rannsökuð í fjölbreyttu sögulegu og menningarlegu samhengi. Í erindi mínu mun ég leitast við að varpa ljósi á nýleg skrif fræðafólks sem hefur, á grundvelli bæði félags- og hugvísinda, leitast við að þróa kenningarlegar forsendur slíkrar fræðilegrar umfjöllunar. Þar verða fyrirferðamikil annars vegar sagnfræðingar sem hafa aðlagað kenningar Pierre Bourdieu um félagsleg svið (Philip Gorski og Sita Steckel) að þörfum sagnfræðirannsókna og hins vegar þverfaglegur rannsóknarhópur við háskólann í Leipzig sem hefur á síðustu árum unnið að þróun kenningar um sundurgreiningu félagslegra sviða undir yfirskriftinni „fjölfeldni afhelgunarinnar“ (e. multiple secularities). Í ljósi þessa yfirlits mun ég leitast við að meta kosti og galla slíkra kenninga fyrir hið íslenska menningarsamhengi með sérstakri áherslu á aðgreininguna milli trúarlegra og veraldlegra bókmennta.
Andreas Klein
Beyond Dichotomies – Early Modern Icelandic Poets and Their Eclectic World Views
When talking about early modern poets and their production, there are often assumptions of sharp and clear lines between the sacred and the profane, the religious and the secular. In my presentation, I attempt to deconstruct or reconcile those dichotomies by showing how Icelandic baroque poets formed world views that could move freely between consistency, eclecticism, and contradiction. Mostly, I will focus on Stefán Ólafsson’s body of work. In addition to close readings of a few of Stefán’s poems, my main approach will be book historical speculations on what he and other Icelandic poets of the era did read and what they could have read.
Guðrún Ingólfsdóttir
Goðmögnin, Guð og skáldskapurinn
Kveðið út af draum eftir Guðrúnu Þórðardóttur (1816/1817–1896) frá Valshamri er ferðalag um sálardjúpin og þrjú stig sköpunarinnar: Hugljómun – Myrkur/Leit – Upprisu/Fæðingu. Í kvæðinu veitir hún okkur innsýn í það hvernig skáldskapur hennar varð til, hvernig ímyndunarafl hennar starfaði. Í draumveröld hennar ferðumst við um nokkurs konar dauðarými en án þessa ferðalags getur upprisan ekki orðið að veruleika né listaverkið fæðst. Þó að Guð sé yfir og allt um kring í kvæðinu leitar skáldkonan í fornar goðsagnir til að lýsa sköpunarferlinu. Í kvæðinu fallast kristnar táknmyndir og fornar goðsagnir í faðma enda byggja hugmyndir okkar um þetta ferli á ævafornum grunni.
Ingibjörg Eyþórsdóttir
Hið heilaga í hinu vanheilaga – birtingarmynd hins heilaga í sagnadönsum á Íslandi
Sagnadansar eru næstum undantekningarlaust veraldleg kvæðagrein hér á landi þótt svo sé ekki t.d. í Danmörku og víða á Norðurlöndunum. Þar eru til kvæði sem fjalla um líf Krists og móður hans Maríu, um atriði úr biblíusögum og dýrlinga og píslarvotta.
Hér á landi eru slík kvæði mjög fá, samkvæmt The Types of the Scandinavian Medieval Ballad eru þau fimm. Og þetta er eini flokkurinn sem þau eru sett í. Þegar farið er að skoða þessi kvæði nánar kemur í ljós að söguþráðurinn er mun flóknari en svo. Aftur á móti má í nokkrum kvæðum greina að afstaða hins heilaga með fæðandi konum og fórnarlömbum ofbeldis af ýmsu tagi er mjög ljós, kvæðin standa með fórnarlömbunum. Þessi kvæði eru reyndar með afar kaþólsku yfirbragði þar sem helgar meyjar birtast á örlagastundu eða helgur maður verður á vegi konu í barnsnauð. Hér verður tæpt á afstöðu kirkjunnar til veraldlegrar menningar og hina eindregnu fordæmingu á henni en aðalumfjöllunarefnið er þau kvæði þar sem hið heilaga birtist konum í nauðum, bæði lífs og liðnum.
Pétur Húni Björnsson
Forynjur og fordæðuskapur
Meðal nafnkunnustu rímna eru Andra rímur. Þær voru líklega ortar á 15. öld og þær ku hafa verið í Kollsbók sem skrifuð var undir lok 15. aldar, en elsta uppskrift Andra rímna sem varðveist hefur er í AM 604 4to sem er um öld yngri. Þrátt fyrir að Andra rímur séu að efni til erki-fornaldarsaga og uppfullar af forynjum og fordæðuskap þá hafa þær meðal annars varðveist í handritum sem einnig innihalda sálma og bænir. Prestar hafa augljóslega ekki verið frábitnir þeim því elsta varðveitta uppskrift þeirra var líklega skrifuð af presti eða prestssyni frá Stað í Súgandafirði um miðja 16. öld og þegar ortar voru nýjar Andra rímur á 19. öld var það gert af séra Hannesi Bjarnasyni á Ríp í Hegranesi. Í fyrirlestrinum verður skrímslum og göldrum Andra rímna gerð skil og lýsingar þeirra í eldri og yngri gerð rímnanna skoðaðar og bornar saman.
Lea D. Pokorny
Towards a new edition of Hallgrímur Pétursson’s Króka-Refs rímur
Hallgrímur Pétursson is best known for his religious poetry, however, he also composed worldly texts, amongst others three cycles of rímur. His Króka-Refs rímur are preserved in 19 manuscripts and three framgents and were published by Finnur Sigmundsson in 1956. Finnur based his edition on the oldest extant manuscript, AM 614 f 4to and emended the text using Lbs 519 4to. The result is a readable poem accompanied by a commentary section, albeit not reflecting any text preserved in a surviving manuscript. This presentation aims to provide food for thought towards a new edition of Hallgrímur’s Króka-Refs rímur. Combining ‘New Philology’ (as interpreted by Nichols 1990 and 1997; see also Davið Ólafsson 2017) and the understanding that rímur are works between orality and literacy (Driscoll 1997:232), some of the oldest extant manuscripts will be discussed as potential sources for a new edition.
Bibliography
Driscoll, Matthew James, „Words, Words, Words. Textual Variation in Skikkjurímur“, Skáldskaparmál 4 (1997), 227–237.
Nichols, Stephen G., „Introduction: Philology in a Manuscript Culture“, Speculum Vol. 65, No. 1 (Jan. 1990), 1–10.
Nichols, Stephen G., „Why Material Philology?“, Zeitschrift für deutsche Philologie 116 (1997), 1–21.
Davið Ólafsson, „Post-medieval manuscript culture and the historiography of texts“, Mirrors of Virute. Manuscript and print in late pre-modern Iceland. Ed. Margrét Eggertsdóttir and Matthew James Driscoll. Opuscula Vol XV (= Bibliotheca Arnamagnæana XLIX, Copenhagen: Museum Tusculanum Press, 2017), 1–30.
Yelena Sesselja Helgadóttir
Uppi og niðri – en sjaldan í miðju (um varðveislu þulna síðari alda)
Þulur síðari alda hverfast hvorki um hið heilaga né vanheilaga, en hið síðarnefnda er nokkuð meira áberandi í þeim. Það er m.a. fólgið í gróteskum lýsingum (þ. á m. líkamslýsingum), öfugmælum og yfirleitt léttri karnívalsstemmingu sem var fremur við hæfi veraldlegra skemmtana. Fyrir vikið voru þulur taldar vera hjátrúarfull hindurvitni sem sæmdu ekki kirkjunnar mönnum – eða lærðum mönnum yfirleitt – á upplýsingaöld. Þulur voru vitanlega ekki prentaðar meðan kirkjan sat ein að prentsmiðjum á Íslandi, og í raun töluvert lengur. Lengst af áttu þær sér ekki heldur sjálfstæða varðveislu í handritum heldur voru ritaðar í tengslum við annað efni og á forsendum þess; oftast á vegum fræðimanna. Á 17.–18. öld eru þulur t.a.m. teknar sem skýringardæmi í orðabókarit o.þ.h. (uppskriftirnar eru þá oft örstutt brot); aðeins örfáar eru skrifaðar niður í kvæðabækur og rit um forn fræði, og þá einkum Þórnaldarþula. Þegar þulur fara loks að komast í kvæðabækur er algengt að þær séu einhvers konar uppfyllingarefni. Þær eiga þar ekki endilega samleið með barnakvæðum, þótt frumkvöðlar þjóðfræðasöfnunar um miðja 19. öld hafi flokkað þær sem kveðskap handa börnum. Rýnt verður í hlutverk hins vanheilaga í þessari þversögn í varðveislu þulna síðari alda.
Teresa Dröfn Njarðvík
Nýtt líf eftir fangavist: Varðveislusaga og tilfærsla Ölvis rímna sterka og Bragða-Ölvis sögu
Ölvis rímur sterka eru ortar kringum 1400 en rímurnar eru nú einungis varðveittar í tveim handritum í heild sinni. Til viðbótar er brot af rímunum varðveitt á skinnhandriti. Rímurnar virðast byggja á sögu sem hefur glatast. Á 17. öld var efni rímnanna snúið yfir í prósagerð. Framan af var prósagerðin stutt endursögn á efni rímnanna, þar sem atburðarás og samhengi er á köflum óljóst, en síðar meir blés skapandi skrifari lífi í efnið og bætti við þar sem vanta þótti.
Hér verður farið í gegnum ævintýralega varðveislusögu efnis sem minnstu mátti muna að glataðist með öllu. Upphaflega sagan er með öllu glötuð, en segja mætti að einskær tilviljun hafi ráðið því að efnið hafi varðveist. Hér verður litið á varðveislusögu Ölvis rímna sterka og tilurð Bragða-Ölvis sögu, en rímurnar voru sendar til Danmerkur á 17. öld. Einnig verður rakið hvernig fangi í dönsku fangelsi átti þátt í því að efni rímnanna rataði yfir í prósagerð sem síðan endaði aftur í höndum skrifara á Íslandi og öðlaðist þar nýtt líf.
Natalie van Deusen
Hagiographic Revival: The Legends of the Saints in Post-Medieval Icelandic Poetry
The lives, passions, or miracles, in part or in full, of about 150 saints have been preserved in prose in Old Norse-Icelandic literature, and some legends are preserved in more than one version. It seems reasonable to assume that initially prose was favored with regard to saints’ lives, since very few poetic lives of saints are preserved from the earliest times. However, a dramatic shift took place around the time of the Protestant Reformation in 1550. From just before this watershed religious event and for the centuries that followed, it appears that poetry was the favourite medium in Iceland for transmitting saint’s legends, and the circulation of this type of poetry attests to it being a highly popular genre. Admittedly, fewer saints are treated in poetry, but the number of manuscripts in which these poems are preserved—more than five hundred—is staggering and noteworthy.
This paper provides an overview of the “hagiographic revival” that took place in poetry from post-medieval Iceland, which here is defined as the vast period that spanned from the time of the Protestant Reformation in 1550 until the nineteenth century. It closely examines the post-medieval poetic tradition surrounding St. Agnes of Rome, which both illustrates a type of saints’ legend that was of particular interest in post-medieval Iceland, and which also serves as a kind of case study for the revival and adaptation of hagiographic material well beyond the end of the Catholic era.
Laugardagur 22. október
Aðalheiður Guðmundsdóttir
„Ekki er gaman að guðspjöllunum, enginn er í þeim bardaginn“: Um samspil veraldlegra og andlegra bókmennta í sagnaskemmtun síðari alda
„„Ekki er gaman að guðspjöllunum, enginn er í þeim bardaginn,“ sagði kerlingin. „Og verri eru þó helvízkir pistlarnir,“ gall við önnur kerling. Þaðan er það orðtak dregið að ekki sé gaman að guðspjöllunum þegar manni ofbýður eitthvað, að kerlingunni þótti ekkert til þeirra koma hjá tröllasögum og lygasögum sem hún var vanari að heyra og þótti meiri mergur í.“ Þessi stutta sögn úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (V, 493) lýsir afar vel viðhorfi fólks á fyrri öldum til sagnaskemmtunar, enda gekk prestum landsins og lærðum mönnum illa að breyta smekk alþýðunnar og fá hana til að lesa nytsamlegra efni en sögur og rímur um fornmenn og forynjur. Í fyrirlestrinum verður spurt um mörk og samspil þess veraldlega og þess andlega í alþýðlegri sagnaskemmtun. Gat þetta tvennt farið saman, svo að úr varð bæði andleg næring og skemmtun? Hvernig var sagnaskemmtun háttað á kvöldvökum fyrri alda og hvað réði því hvers konar sögur urðu fyrir valinu? Leitast verður við að svara þessum spurningum og öðrum sem gætu varpað ljósi málið.
Madita Knöpfle
The Religious and the Secular in Sagan af Parmes loðinbirni
It is impossible to tell Iceland’s history of vernacular prose without considering the history of the Christian Church: From the beginning of literary writing to the printing of books, literature was situated in a Christian culture. This remained true well into the 18th century. One of many reasons for this was that until 1773 only the printing press in the diocese of Hólar was authorized to publish books. Under these circumstances, it might seem curious that three secular books were printed in Hólar in 1756. These included various sagas but also two Robinsonades translated by Þorsteinn Ketilsson. A frequently heard explanation for this is that the Church was suffering from financial hardship. However, one aspect that has not yet been discussed in Icelandic literary history is that religious beliefs play a large role in the Robinsonade. It is no coincidence, I argue, that Robinsonades were printed in Hólar but were chosen precisely because of their religious themes. It did not take long before the first Icelandic imitations were composed, which are now considered the starting point for the emergence of the Icelandic novel. One of these texts is Sagan af Parmes loðinbirni, which tells of a young Italian’s journey and his contact with a non-Christian civilization. So far, research has mainly emphasized the influence of non-Icelandic fiction on 18th-century vernacular prose. Religious aspects, however, have been discussed only in terms of authorship issues. In my paper, I will offer a reading of Sagan af Parmes loðinbirni that takes into account that the culture that produced prose texts in the late 18th century was still fundamentally under the influence of the Church. Through a close-reading, I will elaborate on the text’s central religious and secular themes, motifs, and specific narrative modes. With the help of material philology and polysystem theory, I will then locate the text in its socio-cultural context. This paper aims to contribute to a better understanding of 18th-century literature in Early Modern Iceland.
Ermenegilda Müller
The Production and Reception of the First Printed Collections of Íslendingasögur
The printed production of Hólar between 1703 and 1799 consists mainly of religious and didactic literature - school books for the cathedral school, theology, religious poetry, etc. It is nevertheless in this context that bishop Gísli Magnússon and Björn Markússon, the responsible of finances of Hólar, decided to print two collections of Íslendingasögur. Agiætar fornmaña søgur and Nockrer marg-frooder søgu-þætter Islendinga, which were published in 1756, met a hostile reception among the usual readers of Hólar’s printed production, who belonged mainly to the clergy and the intellectual elite. It seems however that the two books had a profound influence on the manuscript transmission of the sagas that they contain, bearing witness to a different reception among other groups of readers. This paper addresses the place of the books in the reception history of their contents by looking at: a) The presentation of the text and editorial practices in the books themselves; b) Their distribution; c) Primary sources informing their reception; d) The dissemination of their textual contents in manuscripts. Analyzing these aspects will help us better understand the influence of the printed medium on the reception and transmission of secular medieval literature in Iceland.
Philip Lavender
Good Advice and Vice Versa: Christian Heilræði and Secular Öfug Heilræði in Seventeenth-Century Iceland
In the seventeenth century in Iceland the genre of advice literature really came into its own. It took many forms, from the poetic translation of the apocryphal book of Ecclesiasticus (“Jesus Syrach bók, snúin í rímur”) by séra Jón Bjarnason á Presthólum to the “Öfug heilræði” (or “Inverted Good Advice”) of Grobbians rímur (the core of which is usually attributed to séra Jón Magnússon í Laufási). Several researchers have produced work on a selection of these texts, but some have been neglected and many have never been edited. In the proposed paper I will give an overview of this genre and its development in the seventeenth century, considering its roots, formal characteristics and the various religious and secular manifestations which were composed by many prominent poets of the period. The preservation of such works in manuscript and print will also be touched upon. In highlighting this genre I hope to draw attention to the functions which such literature performed and present a roadmap of sorts for future research.
Hjalti Hugason
Heilagt, veraldlegt og mitt á milli: Flokkun texta út frá hlutverki og notkun á íslenska sveitaheimilinu
Sveitaheimili fyrri alda var vettvangur afþreyingar, menntunar og trúariðkunar sem nú fer að mestu fram utan heimilisins og á vegum ýmissa stofnana. Á öllum fyrrgreindum sviðum var stuðst við skráða texta sem ýmist voru varðveittir í handritum eða útgefnum bókum.
Í fyrirlestrinum verður leitast við að greina skilin milli heilagra og veraldlegra texta út frá notkun mismunandi texta í heimilislífinu en jafnframt því hvaða stöðu mismunandi bækur og handrit höfðu á heimilinu og hvernig með ritin var farið á heimilunum.
Auk veraldlegra og trúarlegra bókmennta urðu svo til rit sem tilheyra flokki sem lá mitt á milli hins heilaga og þess veraldlega bæði hvað inntak og notkun áhrærir. Í fyrirlestrinum verður einnig leitast við að varpa ljósi á bil og skörun á milli hins veraldlega og heilaga. Í því sambandi má t.a.m. nefna Kvöldvökur Hannesar Finnssonar. Í síðari hluta fyrirlestrarins verður staldrað við þennan flokk.
Þórunn Sigurðardóttir
Trúarleg tækifæriskvæði sem sjálfsbókmenntir: Minningabrot í kvæðum séra Jóns Magnússonar í Laufási
Andleg kvæði frá 17. öld tengjast ekki alltaf trúarlegri tjáningu skáldsins einvörðungu heldur eru mörg dæmi um sálma sem greina frá persónulegum högum, tilfinningum og aðstæðum skáldanna og annarra sem þeim tengjast og viðburðum sem þau hafa hent. Ósjaldan má finna upplýsingar um samfélagshætti og aldarfar í slíkum kvæðum rétt eins og veraldlegum textum frá sama tíma. Þá má draga fram í mörgum kvæðum ýmislegt forvitnilegt um skáldið og nærumhverfi þess. Í fyrirlestrinum verðum sjónum beint að skáldinu séra Jóni Magnússyni (1601−1675) í Laufási og kvæðum hans í þessu samhengi.
Johnny F. Lindholm
The Place of the Secular in the Poetry of Ólafur Jónsson á Söndum
In this paper, I seek to define the meaning of the world in the hymn ‘Sjálfur Guð, drottinn sannleikans’ by the westfiordian poet Ólafur Jónsson (c. 1560–1627) from Sandar. Apparently, ‘the world’ is both considered an evil, deceitful goddess and as ‘pointing to God’s omnipotence’. In order to try to understand how both these—paradoxical—meanings co-exist in a single term, I will introduce some of the reformer Martin Luther’s (1483–1546) thoughts on man, his condition, and how he is positioned towards the world. With Luther as a point of reference, then, I will return to the interpretation of Ólafur’s text in its historical context.
Alice Bower
„Þó mig stundum þjái pín, þó ég stynji í hljóði“: Fötlun, veikindi og trú í kvæðum og mansöngvum Guðmundar Bergþórssonar (1657–1705)
Í þessu erindi verða lýsingar Guðmundar Bergþórssonar skálds á fötlun sinni teknar til ítarlegrar greiningar. Guðmundur veiktist á fjórða aldursári og lifði með líkamlega fötlun það sem eftir var ævinnar. Margar lýsingar Guðmundar á reynslu sinni af því að lifa með fötlun eru af kristilegum toga og veita innsýn í hvernig upplifun af veikindum og fötlun samrýmist persónubundinni trú. Við greiningu verður tekið tillit til ríkjandi viðhorfa og hugmynda um veikindi á 17. öld, sem voru mörg trúarlegs eðlis, en einnig því kennslugildi sem kveðskapur Guðmundar kann að hafa þjónað. Sérstaklega verður fjallað um tvö kvæði, Vinaþökk og Hugarhægð, auk lýsinga á lífsreynslu og lífskjörum Guðmundar sem koma fram í mansöngvum tiltekinna rímna hans. Flestir þeirra texta sem hér verða teknir til skoðunar hafa aldrei verið gefnir út og eru varðveittir í handritum frá 19. öld. Síðan verður rýnt í túlkanir seinni tíma þjóðsagnasafnara og skrásetjara á borð við Gísla Konráðsson og Ólaf Davíðsson á ofangreindum verkum Guðmundar og hvernig í 19. aldar þjóðfræðihandritum og útgáfum er vitnað í þessi kvæði til að styrkja sagnir um hvernig Guðmundur Bergþórsson varð fatlaður og leitaði lækninga með yfirnáttúrulegum hætti.
Katelin Marit Parsons
Cold Winter is Come: Changing Seasons in Seventeenth-Century Icelandic Poetry
The transition from summer to winter occurs in October under the traditional two-season Icelandic calendar. The arrival of winter belonged to the secular rhythm of the farming year in pre-modern Iceland, but it also had a distinct spiritual dimension in the interpretation of many seventeenth-century poets, who used the occasion to reflect on the precariousness and temporality of all human life and the metaphorical winter of old age. The uncertainty of survival to another summer coloured early modern Icelandic writings anticipating winter, and it is unsurprising that the impending arrival of the cold season induced anxiety among audiences, particularly when following hard on the heels of a poor summer. Over the course of the seventeenth century, the beginning of winter was increasingly promoted as an occasion for prayers for the safety of households and livestock over the coming months.
Given that the Icelandic calendar was not used outside the island, the eventual emergence of hymns specifically intended to mark the first days of winter and summer was a development unique to hymn culture in Iceland. When examining the identities of poets composing winter and summer hymns in seventeenth-century Iceland, it seems not unlikely that they took inspiration from pre-Christian veturnætur, and that the antiquarian interests of educated seventeenth-century authors drew their attention to earlier practices and rituals associated with the changing seasons.
Margrét Eggertsdóttir
Samspil hins trúarlega og veraldlega í Kvæðabók sr. Bjarna Gissurarsonar
Eins og flestir samtíðarmenn hans orti sr. Bjarni Gissurarson (1621–1712) í Þingmúla bæði trúarlegan og veraldlegan kveðskap. Það er hins vegar óvenjulegt að kveðskapur hans hefur varðveist í þremur eiginhandarritum sem eru ekki að öllu leyti eins. Í erindinu verður fjallað um niðurröðun efnis í handritunum og athyglinni beint að nokkrum kvæðum þar sem hið trúarlega og veraldlega fléttast saman á sérstakan hátt.