Þjónustukönnun Árnastofnunar
Árnastofnun tekur árlega þátt í þjónustukönnun ríkisstofnana sem framkvæmd er af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Tilgangur þjónustukönnunar ríkisstofnana er að meta viðhorf fólks til opinberrar þjónustu og auðvelda stofnunum að skipuleggja þjónustuna svo að hún reynist sem best.
Útgáfa og viðhald gagnagrunna og orðabóka á vefnum er stór hluti af þjónustu Árnastofnunar. Í ár birtum við því hlekki í könnuninni á alla helstu vefi okkar. Við tökum þó einnig við ábendingum og svörum um annað sem þið teljið skipta máli og snýr að þjónustu stofnunarinnar.
Sjálfgefið tungumál könnunarinnar ræðst af tungumálastillingum í þínum vafra en hægt er að breyta um tungumál og sjá könnunina á íslensku, ensku eða pólsku.
Útgáfa og viðhald gagnagrunna og orðabóka á vefnum er stór hluti af þjónustu Árnastofnunar. Í ár birtum við því hlekki í könnuninni á alla helstu vefi okkar. Við tökum þó einnig við ábendingum og svörum um annað sem þið teljið skipta máli og snýr að þjónustu stofnunarinnar.
Sjálfgefið tungumál könnunarinnar ræðst af tungumálastillingum í þínum vafra en hægt er að breyta um tungumál og sjá könnunina á íslensku, ensku eða pólsku.