Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Starfsfólk Til baka

Svanhildur María Gunnarsdóttir

Svanhildur María Gunnarsdóttir

Handritasvið
safnkennari og prófarkalesari

Svanhildur María Gunnarsdóttir hóf störf við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi árið 1995. Svanhildur María er safnkennari og sinnir leiðsögn, miðlun og fræðslu um menningararfinn fyrir skólafólk á handritasýningum. Hún er tengiliður stofnunarinnar við kennara sem óska eftir að heimsækja safnið með skólahópa til þess að skoða og fræðast um handrit á sýningum. Hún heldur utan um og sinnir allri umsýslu viðvíkjandi nemendaheimsóknum; skipuleggur heimsóknir og bókanir; útbýr og aflar viðbótarefnis og viðeigandi fræðslugagna til fræðslunnar o.s.frv. Svanhildur María er prófarkalesari stofnunarinnar, hvort sem um ræðir útgefnar bækur á íslensku eða efni á vefsíðu hennar − auk þess að uppfæra ákveðnar vefsíður eftir þörfum, svo sem lista yfir starfsfólk, námsmenn og gesti, efni sem tilheyrir handritasviði og svo mætti áfram telja. Hún sinnir skráningu á handrit.is og hefur setið í vefnefnd (nú vef- og kynningarnefnd) stofnunarinnar frá 2006.


Fyrri störf
Námsferill
Ritaskrá
Pistlar
Lausráðinn starfsmaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi við prófarkalestur, textainnslátt og skrifstofustörf 1995–2000

Umsjón með sýningarhaldi, kynningu og fræðslu fyrir skólahópa og ferðamenn frá október 1996

Fastráðinn safnkennari og umsjónarmaður fræðslustarfs og handritasýninga auk prófarkalesturs frá 1. apríl 2000

Umsjónarmaður og ritstjóri heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi 1999–2006

Hefur setið í vefnefnd (nú vef- og kynningarnefnd) Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá 2006 þegar fimm háskólastofnanir í íslenskum fræðum voru sameinaðar.

Viðurkenning á ferlinum:

Hlaut í maí 2012 viðurkenningu Samtaka móðurmálskennara „Fyrir fjölbreytta og lifandi safnkennslu, fræðslu og miðlun á handritasýningu í Þjóðmenningarhúsi.“
MA-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 1995

Viðbótarnámi í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda í grunn- og framhaldsskólum frá Háskóla Íslands lokið með leyfisbréfi 1992

BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands 1991

Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund 1986

Námskeiði í handritalestri undir handleiðslu Stefáns Karlssonar lokið vorið 1996

Námskeiði í textafræði undir handleiðslu Guðvarðar Más Gunnlaugssonar lokið vorið 1997

Námskeiðum í dönsku og þýsku (ræðu- og talmálsþjálfun) fyrir ríkisstarfsmenn hjá Endurmenntun Háskóla Ísland lokið vorið 1998

Fræðileg ritstjórn

Svanhildur María Gunnarsdóttir. 2016. Konan kemur við sögu: Safn 52 greina samanteknar í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna 2015. Svanhildur María Gunnarsdóttir og Þórður Ingi Guðjónsson (ritstj.). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Bókarkafli

Svanhildur María Gunnarsdóttir. 2016. Farandkennslukonur á ólíkum tímum. Konan kemur við sögu. Svanhildur María Gunnarsdóttir og Þórður Ingi Guðjónsson (ritstj.). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 97–103.

Fyrri störf

Lausráðinn starfsmaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi við prófarkalestur, textainnslátt og skrifstofustörf 1995–2000

Umsjón með sýningarhaldi, kynningu og fræðslu fyrir skólahópa og ferðamenn frá október 1996

Fastráðinn safnkennari og umsjónarmaður fræðslustarfs og handritasýninga auk prófarkalesturs frá 1. apríl 2000

Umsjónarmaður og ritstjóri heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi 1999–2006

Hefur setið í vefnefnd (nú vef- og kynningarnefnd) Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá 2006 þegar fimm háskólastofnanir í íslenskum fræðum voru sameinaðar.

Viðurkenning á ferlinum:

Hlaut í maí 2012 viðurkenningu Samtaka móðurmálskennara „Fyrir fjölbreytta og lifandi safnkennslu, fræðslu og miðlun á handritasýningu í Þjóðmenningarhúsi.“

Námsferill

MA-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 1995

Viðbótarnámi í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda í grunn- og framhaldsskólum frá Háskóla Íslands lokið með leyfisbréfi 1992

BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands 1991

Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund 1986

Námskeiði í handritalestri undir handleiðslu Stefáns Karlssonar lokið vorið 1996

Námskeiði í textafræði undir handleiðslu Guðvarðar Más Gunnlaugssonar lokið vorið 1997

Námskeiðum í dönsku og þýsku (ræðu- og talmálsþjálfun) fyrir ríkisstarfsmenn hjá Endurmenntun Háskóla Ísland lokið vorið 1998

Ritaskrá

Fræðileg ritstjórn

Svanhildur María Gunnarsdóttir. 2016. Konan kemur við sögu: Safn 52 greina samanteknar í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna 2015. Svanhildur María Gunnarsdóttir og Þórður Ingi Guðjónsson (ritstj.). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Bókarkafli

Svanhildur María Gunnarsdóttir. 2016. Farandkennslukonur á ólíkum tímum. Konan kemur við sögu. Svanhildur María Gunnarsdóttir og Þórður Ingi Guðjónsson (ritstj.). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 97–103.