Starfsfólk
Til baka
Karl Óskar var ráðinn í starf safnvarðar á menningarsviði 1. október 2024. Hlutverk safnvarðar er að tryggja öryggi safnkosts í handritalessal og aðstoða fræðimenn ásamt því að skrá handrit stofnunarinnar á handrit.is.
Fyrri störf
Frá 1. apríl 2023 starfaði Karl Óskar við rannsóknarverkefnið Hið heilaga og hið vanheilaga. Viðtökur og dreifing veraldlegra og trúarlegra bókmennta eftir siðskipti á Íslandi undir verkstjórn Margrétar Eggertsdóttur, auk ýmissa annarra rannsóknarverkefna árin þar á undan, eða þar til hann tók við starfi safnvarðar á stofnuninni 1. október 2024.