Skip to main content

Orðstöðulyklar

Orðstöðulykill er skrá yfir orðmyndir sem koma fyrir í tilteknum texta eða textum, ásamt upplýsingum um nánasta samhengi þeirra. Algengastir eru svonefndir KWIC-lyklar (e. Key Word In Context) þar sem hvert dæmi um lykilorðið stendur í miðri línu ásamt orðum sem standa næst á undan því og eftir í textanum. Jafnframt fylgir hverju dæmi tilvísun sem sýnir hvar í textanum það er að finna. Úr orðstöðulyklum má jafnan lesa margvíslegan fróðleik um viðkomandi texta, hvort sem áhuginn beinist að orðaforða, orðasamböndum, setningaskipan, stíl eða efnistökum.

Gerðir hafa verið slíkir orðstöðulyklar fyrir nokkra texta og textaflokkar úr textasafninu. Þetta eru einkum gamlir textar sem ekki eru háðir höfundarétti eða textar sem leyfi hefur fengist til að nota í þessu samhengi. 

Aðalsteinn Eyþórsson annaðist gerð orðstöðulyklanna og bjó um textana.