Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Orð og tunga

Orð og tunga
Tímaritið Orð og tunga birtir greinar sem lúta að máli og málfræði. Lögð er áhersla á greinar um orðfræði, þ. á m. nafnfræði og íðorðafræði, og greinar um orðabókafræði og orðabókagerð, sem og fræðilegar greinar um málrækt og málstefnu.
Sem dæmi má nefna greinar um tiltekin málfræðileg, málfélagsleg, nafnfræðileg eða orðabókafræðileg viðfangsefni; greinar um einstakar orðabækur eða tegundir orðabóka, íðorðasöfn eða aðrar handbækur; einnig greinar um einkenni og sögu íslensks orða- og nafnaforða eða afmarkaðs hluta hans, jafnvel einstök orð, þ. á m. nýyrði og annað sem lýtur að endurnýjun orðaforðans.
Greinar eru að jafnaði skrifaðar á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum og ensku.
Tímaritið kom fyrst út árið 1988 og á sér því rúmlega þrjátíu ára sögu.
Til höfunda
Greinar í Orði og tungu eru ritrýndar. Það felur í sér að auk ritstjóra lesa a.m.k. tveir ónafngreindir sérfræðingar hverja grein. Í framhaldi af því metur ritstjóri hvort viðkomandi grein fellur innan efnissviðs ritsins og hvort hún stenst þær kröfur sem gerðar eru til greina sem þar eru birtar. Auk almennrar kröfu um fræðileg vinnubrögð, trausta röksemdafærslu og skýra framsetningu er ætlast til þess að höfundar fylgi reglum tímaritsins um frágang.
Auk ritrýndra greina eru teknir til birtingar fræðilegar smágreinar, ritdómar og málfregnir. Greinar sem falla í þessa flokka eru ekki ritrýndar en lesnar af ritstjóra.
Aðgangur og áskrift
Orð og tunga er í opnum aðgangi. Öll hefti eru aðgengileg á Tímarit.is.

Áskrift að tímaritinu má panta hjá Bóksölu stúdenta (orders@boksala.is).