Óravíddir - ljósmyndasamkeppni
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum efnir til laufléttrar ljósmyndasamkeppni í tilefni af Menningarnótt 2019.
Keppt er í þremur flokkum þar sem miserfið ljósmyndamótíf tengd íslenskum orðaforða verða lögð fyrir keppendur.
Öllum er velkomið að taka þátt í keppninni. Verðlaun verða veitt fyrir hvern flokk: bækur og árskort í Þjóðminjasafn Íslands.
Árnastofnun áskilur sér rétt til að birta ljósmyndirnar, sem berast í keppnina, á vefsíðum sínum og samfélagsmiðlum.
Keppnin hefst síðdegis þriðjudaginn 21. ágúst og lýkur á miðnætti 25. ágúst 2019.
Keppt er í þremur flokkum þar sem miserfið ljósmyndamótíf tengd íslenskum orðaforða verða lögð fyrir keppendur.
Öllum er velkomið að taka þátt í keppninni. Verðlaun verða veitt fyrir hvern flokk: bækur og árskort í Þjóðminjasafn Íslands.
Árnastofnun áskilur sér rétt til að birta ljósmyndirnar, sem berast í keppnina, á vefsíðum sínum og samfélagsmiðlum.
Keppnin hefst síðdegis þriðjudaginn 21. ágúst og lýkur á miðnætti 25. ágúst 2019.
Ljósmyndasamkeppnin
Þáttakendur senda inn myndir út frá fyrirfram völdum orðum. Orðin sem um ræðir eru merkingarlegar skyldleikatengingar á milli valinna orða úr Íslensku orðaneti.
Hér fyrir neðan má sjá orðin og tengingar á milli þeirra. Þáttakendur geta tekið þátt í einhverjum af flokkunum þremur eða öllum. Í fyrsta flokknum þarf að senda inn þrjár myndir, í öðrum flokk er óskað eftir fjórum og í þriðja flokki er óskað eftir fimm myndum.
Þrenn verðlaun verða veitt fyrir bestu ljósmyndaseríurnar: Bækur frá Árnastofnun og árskort í Þjóðminjasafn Íslands.
Hér fyrir neðan má sjá orðin og tengingar á milli þeirra. Þáttakendur geta tekið þátt í einhverjum af flokkunum þremur eða öllum. Í fyrsta flokknum þarf að senda inn þrjár myndir, í öðrum flokk er óskað eftir fjórum og í þriðja flokki er óskað eftir fimm myndum.
Þrenn verðlaun verða veitt fyrir bestu ljósmyndaseríurnar: Bækur frá Árnastofnun og árskort í Þjóðminjasafn Íslands.
1. himinn - tré
Orðin „himinn“ og „tré“ tengjast í gegnum orðið „fjall“.
2. menning - nótt
Orðin „menning“ og „nótt“ tengjast í gegnum orðin „tómstundir“ og „svefn“.
3. orð - safn
Orðin „orð“ og „safn“ tengjast í gegnum orðin „upplýsingar“, „rannsóknir“ og „háskóli“.
Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi
Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi er innsetning á myndrænni birtingu íslensks orðaforða í þrívídd sem unnin er upp úr Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson.
Sýningin er á þriðju hæð í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Safnahúsið er opið daglega yfir sumartímann frá klukkan 10 til 17.
Sýningin er á þriðju hæð í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Safnahúsið er opið daglega yfir sumartímann frá klukkan 10 til 17.