Skip to main content

Myndefni í handritum

Myndskreytingar í handritum

Hér má skoða ýmsar myndskreytingar í handritum og fornbréfum sem varðveitt eru á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Myndskreytingar finnast bæði inni í stórum upphafsstöfum eða umhverfis þá en einnig einar og sér, til dæmis sem heilsíðumyndir, spássíumyndir eða á titilsíðum. Einnig eru myndskreytingar á innsiglum sem oft hanga neðan úr fornbréfum.

Ljósmyndir af skreytingunum eru flokkaðar til að einfalda leitina en sumar myndir má finna í fleiri en einum flokki. Til dæmis er mynd af þekktum konungi sem er í stórum upphafsstaf, svokölluðum sögustaf, bæði í flokknum „Sögustafir“ og flokknum „Sögulegar persónur“.