Lífsblómið - Fullveldi Íslands í 100 ár
Þann 17. júlí 2018 verður sýningin Lífsblómið opnuð í Listasafni Íslands. Sýningin fjallar um fullveldi Íslands í 100 ár. Nánar má lesa um sýninguna hér.
NánarÞann 17. júlí 2018 verður sýningin Lífsblómið opnuð í Listasafni Íslands. Sýningin fjallar um fullveldi Íslands í 100 ár. Nánar má lesa um sýninguna hér.
NánarDagana 2.–27. júlí halda Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, alþjóðasvið, og Hugvísindasvið Háskóla Íslands alþjóðlegt námskeið í nútímaíslensku. Um 35 erlendir stúdentar sækja námskeiðið. Auk íslenskunámsins hlýða þeir á fyrirlestra um íslenskt samfélag og menningu og heimsækja sögustaði á Suður- og Vesturlandi.
NánarLaugardaginn 25. ágúst verður haldið málþing í Kakalaskála í samstarfi við Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Málþingið ber yfirskriftina „Ófriðarseggir, hetjur og fróðleiksmenn“. Dagskráin er fjölbreytt og í erindum er fjallað um Þórðar sögu kakala, ófriðaröld Sturlunga, íslenskan hetjuskap og þjóðsagnasöfnun.
NánarDagana 20. - 22. ágúst verður efnt til elleftu norræni ráðstefnunnar um mállýskur og tilbrigði í máli. Hún verður haldin í Reykjavík á vegum stofnunarinnar og Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar eru á vef ráðstefnunnar: https://conference.hi.is/dialektolog2018/.
NánarAlþjóðlegt fornsagnaþing verður haldið á vegum Stofnunarinnar, Háskóla Íslands og Snorrastofu 12. til 17. ágúst. Það verður haldið í Reykjavík (HÍ) og Reykholti. Hér má finna nánari upplýsingar um þingið.
NánarAlþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum 1.–10. ágúst 2018 Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum var haldinn í Reykjavík 1.-10. ágúst. Var þetta í fimmtánda sinn sem boðið var upp á slíkt sumarnám en handritaskólinn er haldinn til skiptis í Reykjavík og Kaupmannahöfn.
NánarVísindavaka 2018 verður haldin föstudaginn 28. september í Laugardalshöllinni. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðasta föstudag í september undir heitinu Researchers' Night. Verkefnið er styrkt af Marie Sklodowska-Curie undiráætlun Horizon 2020.
NánarÁrlegur NORDKURS fundur verður haldinn í Osló 21. september. Á fundinum verður rætt um þau námskeið sem haldin hafa verið 2018, tekin ákvörðun um námskeið 2019 og gerð áætlun um framtíðarnámskeið.
NánarUmsóknarfrestur um styrki Snorra Sturlusonar fyrir 2019 er til 1. nóvember. Styrkirnir eru ætlaðir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Sérstök nefnd veitir styrkina og verður tilkynnt um úthlutun hennar í desember.
Nánar