Orð ársins valið í þriðja sinn
Um þessar mundir er verið að kjósa orð ársins 2017. Það eru RÚV, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, sem gangast fyrir kosningunni. Mögulegt er að fletta upp öllum tilnefndum orðum á vefgáttinni málið.is. Tilkynnt verður um niðurstöðu kosningar um orð ársins á þrettándanum 2018.
Nánar