Skip to main content

Konungsbók eddukvæða – GKS 2365 4to

Handrit þetta er elsta og merkasta safn eddukvæða og frægast allra íslenskra bóka. Það er skrifað á síðari hluta 13. aldar af óþekktum skrifara. Hann hefur skrifað kvæðin upp eftir enn eldri handritum sem nú eru týnd. Flest kvæðanna eru ekki varðveitt annars staðar en í þessari bók. Eddukvæði segja frá heiðnum goðum og germönskum hetjum í forneskju. Völuspá er skipað fremst í bókinni en það kvæði segir heimssögu ásatrúar. Næst á eftir Völuspá koma Hávamál sem lögð eru Óðni í munn, full heilræða.