Skip to main content

Jafnlaunastefna

Markmið jafnlaunastefnu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að tryggja launajafnrétti kynjanna. Konum og körlum skulu greidd sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf og þar með tryggja jafna stöðu kynjanna innan stofnunarinnar. Stefnan felur í sér skuldbindingu um stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð auk skuldbindingar um að fylgja lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem hafa áhrif á jafnlaunakerfið.
 

Ábyrgð

Forstöðumaður ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og að það sé í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og að fylgja lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem hafa áhrif á jafnlaunakerfið. Sviðsstjóri rekstrar- og þjónustusviðs er hluti æðstu stjórnenda og ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi í samræmi við jafnlaunastaðalinn. Sviðsstjóri ber ábyrgð á að skila skýrslum til forstöðumanns um jafnlaunakerfið, gæði þess og skilvirkni, sem og tilmælum um úrbætur.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum skuldbindur sig til að:

  • Setja fram jafnlaunamarkmið og rýna þau.
  • Viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi, skjalfesta það og innleiða.
  • Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem Árnastofnun undirgengst varðandi meginregluna um að konum og körlum skuli greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
  • Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.
  • Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
  • Kynna starfsmönnum niðurstöður launagreiningar hvað varðar kynbundinn launamun.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Kynna stefnuna fyrir öllu starfsfólki.
  • Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu Árnastofnunar.

Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Yfirfarin 22.1.2025