Skip to main content

Handritin til barnanna

​Handritin til barnanna er miðlunarverkefni sem þróað hefur verið á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Tilefnið er að 21. apríl 2021 verður liðin hálf öld frá því að fyrstu handritin komu heim frá Danmörku eftir áratugalangar samningaviðræður þjóðanna.
Verkefnið er miðað við miðstig grunnskóla og markmið þess er að hvetja börn til sköpunar og koma hugmyndum sínum á framfæri við umheiminn.

 

​Tímarammi verkefnisins er frá hausti 2020 til vors 2021 og á þeim tíma eru þetta helstu vörðurnar:

Haust 2020
  1. Skólar fá kynningarbréf með tölvupósti.
  2. Skólar fá dagatal sent með Póstinum. Hvatt er til þess að veggspjaldið verði hengt upp í almenningsrými í skólanum.
  3. Kennarar sækja ítarefni með dagatalinu hér
  4. Kennarar sækja rafræna kennslustund um handritaarfinn og mikilvirkasta handritasafnara Íslandssögunnar, Árna Magnússon hér.
  5. Kennarar láta sér líka við fésbókarsíðu verkefnisins og fylgjast með þróuninni hér.
  6. 50−60 grunnskólar (sem valdir voru fyrir fram og fengið hafa bréf þess efnis) í öllum landsfjórðungum fá heimsókn frá ungum fræðurum á vegum Árnastofnunar, þeim Snorra Mássyni og Jakobi Birgissyni.
  7. Árnastofnun skýtur upp kollinum í menningarhúsum í öllum landsfjórðungum. Þar verður hægt að kynna sér handritamenninguna og tungumálið út frá ýmsum hliðum.
     
​​Vor 2021
  1. Í upphafi misseris er hvatt til þess að kennarar hvetji og aðstoði nemendur til að útbúa handrit. Það má vera hvernig sem er en þarf að vera handunnið. Dæmi um handrit sem má skila inn má finna á vefnum hér
  2. Verðlaunahátíð verður haldin 21. apríl 2021. Framúrskarandi ungmennahandrit fá viðurkenningu. Fögnuður í tilefni heimkomu handritanna verður innan og utandyra við Hörpu í Reykjavík. Um svipað leyti kemur út ný barnabók um örlagasögu eins merkasta handrits okkar, Möðruvallabókar. Höfundur hennar er Arndís Þórarinsdóttir.
  3. Byrjun júní 2021: Ungmennahandritið 2021 verður valið á Sögum – verðlaunahátíð barnanna.
Guðrún Nordal, Jakob Birgisson, Eva María Jónsdóttir og Snorri Másson vinna að verkefninu.
Mynd: Sigurður Stefán Jónsson

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði, Þróunarsjóði námsgagna, Landsvirkjun, Nýsköpunarsjóði námsmanna og er unnið í samstarfi við fjölmarga aðila, t.d. Barnamenningarhátíð í Reykjavík, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Reykjavík-Bókmenntaborg, RÚV ohf., Sögur – verðlaunahátíð barnanna, Arndísi Þórarinsdóttur rithöfund, List fyrir alla, Menningarmiðstöðina Edinborg á Ísafirði, Sláturhúsið á Egilsstöðum, Listasafn Árnesinga í Hveragerði, Menningarhúsið Berg á Dalvík og fleiri.