Hér má fletta nokkrum merkum handritum sem varðveitt eru á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Öll handrit í safni Árnastofnunar hafa svokölluð safnmörk en sum þeirra eru líka kennd við staði eða söfn þar sem þau voru geymd um tíma, til dæmis Möðruvallabók, sem heitir eftir Möðruvöllum í Eyjafirði, eða Konungsbók eddukvæða, sem er svo nefnd af því hún var lengi í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Þess eru einnig dæmi að handrit séu kennd við fyrrum eigendur sína eins og Melsteðs-Edda.