Þjónusta
- Leitast við að tryggja gott aðgengi að gögnum.
- Tekur vel á móti fólki (fræðimönnum, stúdentum og almenningi).
- Stuðlar að miklu og góðu samstarfi innanlands og utan.
Traust
- Tryggir öryggi í vörslu safnkosts.
- Hýsir traustar og metnaðarfullar alþjóðlegar rannsóknir.
- Veitir trausta ráðgjöf og upplýsingar byggðar á áreiðanlegri þekkingu.
Framsækni
- Þróar nýjar aðferðir í úrvinnslu, greiningu og birtingu frumgagna.
- Sýnir frumkvæði í rannsóknum.
- Beitir nýjustu aðferðum og tækni við miðlun þekkingar og upplýsinga.
Samhengi
- Varðveitir heimildir frá fyrri tíð, aflar gagna um samtímann og skilar áfram til framtíðar.
- Tengir fortíð og samtíð í rannsóknum og varðveitir rannsóknarhefð.
- Setur íslenskt mál og menningu í samhengi við umheiminn.