Skip to main content

Fréttir

A World in Fragments

Út er komið greinasafnið A World in Fragments — Studies on the Encyclopedic Manuscript GKS 1812 4to. Í því eru 13 greinar sem allar snúast um alfræðihandritið GKS 1812 4to og það fjölbreytta efni sem það hefur að geyma, svo sem stjörnufræði, reikningslist, kort, tímatalsfræði og latínuglósur. Höfundar greinanna eru: Abdelmalek Bouzari, Bjarni V. Halldórsson, Kathrin Chlench-Priber, Christian Etheridge, Guðrún Nordal, Gunnar Harðarson, Haraldur Bernharðsson, Alfred Hiatt, Dale Kedwards, Kristín Bjarnadóttir, Åslaug Ommundsen, Ragnheiður Mósesdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Vasarė Rastonis og Þorsteinn Vilhjálmsson.

Greinarnar eru afrakstur ráðstefnu sem haldin var í Viðey haustið 2016 á vegum Árnastofnunar, Miðaldastofu Háskóla Íslands og Centre for medieval literature við Syddansk Universitet. Sömu aðilar standa að útgáfu greinasafnsins. Aðalritstjóri bókarinnar er Gunnar Harðarson en með honum unnu Christian Etheridge, Guðrún Nordal og Svanhildur Óskarsdóttir. Umsjónarmaður af hálfu stofnunarinnar var Emily Lethbridge. Helga Gerður Magnúsdóttir hannaði kápu.