Laugardaginn 3. nóvember kl. 15, verða flutt fræðsluerindi er snerta frændur vora Íra og Skota á Safnasvæðinu á Akranesi, í Garðakaffi. Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir keltneskufræðingur, Þorvaldur Friðriksson fréttamaður og fornleifafræðingur og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur og tónlistarmaður verða með fræðsluerindi um Kelta, Íra og Skota og áhrif þeirra á íslenska menningu að fornu og nýju.
Aðgangur er ókeypis.
Nánar um viðburði Vökudaga á vefnum:
www.akranes.is/pages/mannlif/vokudagar-2012-dagskra